Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: EFN2A05


Lýsing á efni áfangans

Áfanganum er ætlað að byggja ofan á grunnþekkingu í efnafræði.  Farið verður í efnajafnvægi og orkubreytingar efnahvarfa. Jafnvægisfasta efnahvarfa og lögmál Le Chatelier's.  Mjög ítarlega er farið í sýru- og basalausnir, títrun, búfferlausnir og annað sem við kemur sýrum og bösum svo sem hvörf málma við sýrur.  Haldið verður áfram með leysni salta og leysnimargfeldi (Ksp).  Einnig verður farið í rafefnafræði, Galvaníhlöð og aðrar rafhlöður og áhersla lögð útreikninga sem byggist á rafeindaflutningi og staðalafoxunarspennu hálfhvarfa, Nernst jafna og rafgreining. Farið verður í helstu gerðir efnahvarfa kjarnaefnafræðinnar, helmingunartímar, hraði niðurbrots, aldursgreiningar, massabreytingar í kjarnahvörfum.  Mikil áhersla er lögð á dæmareikning þar sem ofangreindum efnisþáttum er fléttað saman.  Áhersla er lögð á framkvæmd verklegra æfinga sem tengjast efninu.


Lokamarkmið áfangans

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • orkubreytingar í efnahvörfum, varma, fríorkubreytingu, óreiðu, stöðuorku og vermi.
 • sjálgeng efnahvörf og ákvarðað hraða efnahvarfa.
 • áhrif virkjunarorku á sjálfgengni efnahvarfa
 • áhrif hvata, hita, efnismagns og þrýstings á jafnvægi efnahvarfa.
 • umhverfum efnahvörfum.
 • útvermum og innvermum efnahvörfum.
 • jafnvægislögmálinu og lögmáli Le Chateliers.
 • myndun salta og ákvarðað leysnimargfeldi þeirra.
 • spáð fyrir um myndun botnfalla með reikningum.
 • áhrif samskonar jóna á jafnvægi fellingarhvarfa.
 • sýrum og bösum, pH hugtakinu.
 • sjálfsjónun vatns, sýru og basa klofningsföstum og hagnýting þeirra til að reikna sýrustig.
 • muninum á af römmum og veikum lausnum af sýrum og bösum.
 • sýru og basapörum í vatnslausnum.
 • búfferlausnum, sýrustigi saltlausna.
 • sýru basa títrun, litvísum.
 • spennuröðinni.
 • galvaníhlöðum.
 • Nernst jöfnunni.
 • rafgreiningu.
 • tæringu og tæringarvörnum.
 • gerð geislunar.
 • hraða niðurbrots við geislun.
 • helmingunartíma geislavirkra samsæta.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að

 • geta útskýrt þá þætti sem hafa áhrif á orkubreytingar við efnahvörf.
 • geta skilgreint vermi, óreiðu og fríorkubreytingar og áhrif þessara þátta á efnahvörf.
 • skýra áhrif virkjunarorku og annara þátta á hraða efnahvarfa.
 • geta notað lögmál Le Catelier's til að spá fyrir um stöðu og breytingar á jafnvægi. efnahvarfa m.t.t. hita, efnismagns og þrýstings.
 • þekkja sýrur og basa og getað ritað efnajöfnur sýru og basahvarfa.
 • geta ákvarðað sýrustig lausna og ákvarðað jafnvægisstöðu með reikningum og hagnýtingu sýru og basa klofningsfasta.
 • geta útskýrt og notað pH skalan.
 • geta skýrt og reiknað hvernig búfferlausnir vilðhalda ákveðnu sýrustigi.
 • geta ákvarðað sýrustig lausna með títrun.
 • greina milli ólíkra efnafræðihugtaka.
 • skilgreina ofangreind hugtök.
 • reikna dæmi tengd hugtökunum hér að ofan.
 • framkvæma verklegar æfingar í efnafræði.
 • framkvæma títrun, raðþynningar og skila niðurstöðum úr verklegum æfingum í formi skýrslna.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að

 • átta sig á og rökstyðja hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði.
 • beita skipulegum aðferðum við útreikning lausna.
 • skilja mikilvægi efnafræðinnar í raunvísindum.
 • stunda áframhaldandi nám í efnafræði

Námsmat

 • Fer fram að hluta til með símati, verklegum æfingum og annarprófi í lok áfangans.