Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: EFN3B05


Lýsing á efni áfangans:

Áfanganum er ætlað að veita ákveðna innsýn í hvernig læknar og aðrar heilbrigðisstéttir nota lyf til lækninga. Í þessum áfanga er í fyrsta lagi 
fjallað um hvernig frumur bregðast við lyfjum og hvaða áhrif lyf hafa á stýrikerfi fruma. Síðan er fjallað um helstu lyfjaflokka og verkun þeirra og aukaverkanir.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • helstu skilgreiningum um lyfjafræði.
  • umgjörð lyfjamála á Íslandi og víðar lyfjagjöf, frásog, dreifing, útskilnaður og aukaverkanir lyfja.
  • verkunarsvið og gerð sýklalyfja og verkjalyfja auk annara algegnustu lyfjaflokka.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • átta sig á lagaumhverfi lyfjafræðinnar.
  • kunna góð skil á samhæfðri lyfjafræði.
  • þekkja sérhæfða lyfjafræði algengustu lyfjaflokka.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta stundað áframhaldandi nám í lyfjafræði og þeim greinum heilbrigðisvísinda þar sem lyfjafræði kemur við sögu.

Námsmat

Fer fram að hluta til með símati og annarprófi í lok áfangans.