Framhaldsskólaeiningar: 4
Þrep: 3
Undanfari: ENS2C04


Lýsing á efni áfangans:

Í þessum áfanga sem er fjórði áfangi í ensku á tungumála- og félagsgreinasviði er áhersla lögð á að nemandi öðlist aukna færni í að tjá eigin skoðanir á ensku. Áhersla er áfram lögð á bókmenntalestur, bæði smásögur og skáldsögur en einnig verða aðrir textar tengdir sviði áfangans lesnir. Hvatt verður til túlkunar og skoðanaskipta. Málfræðiæfingar, hlustun og talæfingar verða unnar til að viðhalda málfræðiþekkingu og leikni í málnotkun, ritun og tali. Lögð verður meiri áhersla á tal en áður og fá nemendur þjálfun í flutningi á töluðu máli. Auknar kröfur verða gerðar varðandi ritunarverkefni og ritgerðir.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
  • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram
  • lesa margskonar gerðir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
  • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
  • geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg
  • skrifa ýmiskonar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni ef hann þekkir vel til þess
  • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar munnlega eða skriflega um efni þeirra
  • útskýra sjónarmið um efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík sjónarmið með og á móti t.d. hlustum af BBC og hópskiptingu við umræður
  • skrifað margskonar texta og fylgt þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig og skilja greinilega mun á talmáli og ritmáli