Framhaldsskólaeiningar: 4
Þrep: 4
Undanfari: ENS3B04


Lýsing á efni áfangans:

Haustannaráfangi fyrir nemendur á Tungumála- og félagsgreinasviði á 4. ári. Áfanginn byggir á lestri klassískra bókmennta, smíði ritgerða og nemendakynningum. Textar og annað efni er valið í ljósi áherslna sviðsins. Áhersla er lögð að þjálfa nemendur enn frekar í læsi á krefjandi textum þeim til gagns og ánægju. Nemendur þurfa að undirbúa og standa skil á munnlegri kynningu en viðfangsefni eru undir kennara komin í samráði við nemendur.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi.

 • stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem tungumálið er talað.

 • mikilvægi bókmennta í menningu þjóða og völdum rithöfundum.

 • uppruna markmálsins og útbreiðslu, og skyldleika þess við íslenskt mál.

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram.

 • skilja vel sérhæfða og krefjandi texta á sviði sem hann þekkir.

 • skilja algeng bókmenntahugtök og geta beitt þeim af nokkru öryggi.

 • geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg ef viðfangsefni er undirbúið fyrirfram.

 • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, persónulegum og fræðilegum eftir því hvað á best við.

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á.

 • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs og tæknilegs eðlis.

 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólítískt samhengi í texta í bókmenntaverkum og textum almenns eðlis

 • hagnýta fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt t.d. við ritgerðasmíð.

 • geta tekið þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um margvísleg efni, persónuleg og almenns eðlis.

 • geta flutt vel uppbyggða frásögn, rökstutt mál sitt með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.

 • beita af öryggi grundvallarrithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag.

 • Skrifa texta með röksemdafærslu þar sem koma fram rök með og á móti og þau vegin og metin.