Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 2
Undanfari: STÆ2R05


Lýsing á efni áfangans:

Efni áfangans eru nokkur undirstöðuatriði í eðlisfræði og efnafræði. Fjallað er um einingar og mælingar, hreyfingu og krafta, vinnu, orku og afl. Massi og þyngd útskýrð. Orkubúskapur jarðar er tekinn fyrir. Einnig er ljós og litróf tekin til umfjöllunar og rafsegulrófið kynnt. Farið er í gerð atómsins og lotukerfið, svo og nokkur einföld efnasambönd. Efnatengjum og efnahvörfum eru gerð skil. Gerðar eru verklegar æfingar og sýnitilraunir.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • mælistærðum, einingum og óvissu.
 • SI-einingakerfinu.
 • hreyfingu eftir beinni línu.
 • sambandi færslu, hraða og jafnrar hröðunar við línulega hreyfingu.
 • kröftum, massa og þyngd.
 • vinnu og orkuvarðveislu.
 • afli.
 • orkubúskap jarðar
 • gerð rafsegulrófsins.
 • atómum og lotukerfinu.
 • einföldum efnasamböndum.
 • efnatengjum og efnahvörfum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • gera mjög einfaldar tilraunir og beita mælistærðum og  einingum.
 • útskýra hreyfingu eftir beinni línu.
 • útskýra áhrif krafta á hreyfingu hluta.
 • útskýra muninn á massa og þyngd.
 • beita lögmálinu um varðveislu orkunnar við lausn einfaldra verkefna.
 • gera grein fyrir orkubúskap jarðar.
 • gera grein fyrir rafsegulrófi, sérstaklega sýnilegu ljósi.
 • lýsa gerð atómanna og uppbyggingu lotukerfisins.
 • lýsa uppbyggingu einfaldra efnasambanda.
 • gera grein fyrir efnatengjum og efnahvörfum.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • beita skipulegum aðferðum við að leysa einföld verkefni sem fjalla um hreyfingu eftir beinni línu og til að nota lögmálið um varðveislu orkunnar við lausn einfaldra verkefna.
 • gera grein fyrir gerð atóma, uppbyggingu lotukerfisins og eiginleikum einfaldra efnasambanda.
 • gera mjög einfaldar verklegar tilraunir úr efninu og skrá niðurstöður sínar skipulega og vinna úr þeim.