Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 2
Undanfari: ÍSÍ2M130 (menningarlæsi)


Lýsing á efni áfangans

Áfanginn er grunnáfangi í félagsfræði en byggir þó á menningarlæsi. Í áfanganum er félagsfræðin kynnt sem fræðigrein, eðli hennar, saga og þróun félagsvísinda. Haldið verður áfram að vinna með grunnhugtök félagsfræðinnar. Fjallað er um samfélag og menningu, þróun samfélaga, ólíkar gerðir þeirra, menningarmun, fordóma og birtingu þeirra í samfélaginu. Einnig verður fjallað um kynhlutverk og kynhegðun í félagsfræðilegu ljósi, samskipti og tákn. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum félagsvísinda, bæði með því að lesa um þær og spreyta sig á þeim.

Lokamarkmið áfangans

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • hugtökunum menning og samfélag
  • helstu gerðum samfélaga
  • helstu gerðum táknrænna samskipta fólks
  • hvernig kynhlutverk móta hegðun fólks
  • hvernig menningin mótar samskipti ólíkra samfélaga
  • algengum fordómum gagnvart hópum fólks og birtingu þeirra í samfélaginu
  • helstu rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla sér traustra og trúverðugra upplýsinga um félagsfræðileg efni
  • beita að minnsta kosti einni viðurkenndri rannsóknaraðferð félagsfræðinnar – á einfaldan hátt.
  • beita helstu grundvallarhugtökum félagsfræðinnar í umfjöllun um félagsfræðileg málefni á skýran og skilmerkilegan hátt
  • lýsa helstu gerðum táknrænna samskipta og útskýrt hvaða máli þau skipta í daglegum samskiptum fólks
  • greina að hvaða leyti kynhlutverk hafa áhrif á eigin hegðun og annarra
  • útskýra að hvaða leyti menningin mótar samskipti okkar við fólk frá öðrum samfélögum
  • greina fordóma í umræðum fólks og skrifum
  • fjalla um félagsfræðileg efni bæði munnlega og skriflega

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta upplýsingar um félagsfræðitengd málefni og hagnýta sér
  • leggja mat á eigin fordóma gagnvart öðrum hópum og greina ástæður þeirra
  • meta hvaða rannsóknaraðferð henti best við tilteknar aðstæður
  • skrifa vandaða heimildaritgerð þar sem farið er eftir viðurkenndum reglum um heimildavinnu, frágang, uppsetningu, o.fl.
  • tengja félagsfræðina við daglegt líf og sjá notagildi hennar
  • tileinka sér víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðru fólki
  • tileinka sér viðhorf sem einkennast af jafnréttissjónarmiðum
  • taka þátt í rökræðum um félagsfræðileg málefni