Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: FÉL2A05


Lýsing á efni áfangans:

Áfanginn er hluti af félagsfræðikjörsviði á tungumála- og félagsgreinasviði og er fyrst og fremst kynning á fræðigreininni stjórnmálafræði.  Íslensk stjórnmál verða í brennidepli og þau skoðuð út frá helstu kenningum, straumum og stefnum.  Viðfangsefni áfangans eru að einhverju leyti mismunandi eftir því hvað er efst á baugi í stjórnmálum hverju sinni.  Allir nemendur læra þó um helstu kenningar en hvatt til þess að nemendur dvelji við þær sem vekja sérstakan áhuga hjá þeim. Nemendur læra um aðferðir stjórnmálafræðinnar, sérstaklega kannanir og gera einfalda könnun í áfanganum. Áhersla er lögð á sjálfstæða skoðanamyndun nemandans og röklega umræðu um álitamál.  Meginmarkmiðið er að nemendur geti tjáð sig um pólitíska samtímaumræðu og pólitísk álitamál af þekkingu og að þeir myndi með sér pólitíska vitund sem byggir á sjálfskoðun þeirra á önninni.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
 • helstu aðferðum stjórnmálafræðinnar
 • helstu hugtökunum og stefnum stjórnmálafræðinnar
 • þróun íslenskra stjórnmála

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • afla sér upplýsinga sem tengjast stjórnmálum, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
 • beita hugtökum stjórnmálafræðinnar á hversdagsleg, pólitísk viðfangsefni.
 • greina á milli ólíkra hugmyndastefna
 • gera einfalda könnun

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skilja pólitískt samhengi samfélagsins og stöðu sína gagnvart því
 • taka þátt í rökræðum um pólitísk álitamál
 • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi.

Námsmat:

Verkefni unnin á önninni og munnlegt lokapróf.