Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 1
Undanfari: FRA1A05


Lýsing á efni áfangans

Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu frönskumælandi landa. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð með hliðsjón af færnimarkmiðum áfangans. Nemendur læra að ákveða stefnumót og skilgreina tíma, tjá skoðun sína, versla og fá og miðla upplýsingum um verð, spyrja og vísa til vegar, staðsetja sig, gefa og þiggja ráð og tjá nauðsyn eða bann. Í áfanganum eru gerði auknar kröfur til sjálfstæðra vinnubragða nemandans.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
 • grunn atriðum fransks málkerfis: framburði, tónfalli, einfaldri setningaskipan og málfræði sem nauðsynleg eru til á ná hæfnimarkmiðum áfangans
 • menningu og siðum í frönskumælandi löndum og fengið aukna innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þjóðanna
 • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

 • skilja einfaldar setningar, spurningar og upplýsingar sem tengjast daglegum athöfnum hans
 • skilja lykilatriði í stuttum frásögnum í bókum, blaða- og tímaritsgreinum
 • skilja einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli þegar talað er hægt og skýrt
 • skilja stutt persónuleg bréf þar sem sagt er frá daglegu lífi, atburðum, tilfinningum og óskum og beðið um upplýsingar
 • skilja einfalda texta um staðreyndir sem varða persónuleg eða menningarleg málefni
 • skilja stutt skilaboð þar sem koma fram boð og bönn
 • geta komið með uppástungur, afsakað sig og beðið leyfis
 • geta spurt og svarað einföldum spurningum um liðna atburði
 • geta aflað sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga
 • skrifa einfaldan texta um málefni sem nemandinn þekkir
 • skrifa einföld persónuleg bréf, segja stuttar persónulegar fréttir, greina frá liðnum atburði,
 • skrifa skilaboð um hvað einhver á að gera
 • lýsa reynslu eða skoðun sinni og tjá tilfinningar sínar
 • lýsa hlutum og fólki

Nemandinn skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • fara eftir leiðbeiningum, skilaboðum og tilkynningum sem tengjast daglegum athöfnum
 • greina lykilatriði í stuttum rauntextum
 • geta tjáð sig á einfaldan hátt um tilfinningar og viðhorf
 • geta tjáð boð og bönn og gefið ráð
 • geta sagt einfalda sögu og lýst liðnum atburðum og reynslu í stuttu máli
 • greina meginefni í persónulegum textum og textum um daglegt líf og athafnir, ásamt textum um hversdagsleg og menningarleg málefni
 • takast á við tilteknar aðstæður í samskiptum og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
 • miðla á einfaldan hátt eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
 • skipuleggja nám og námsaðferðir við hæfi
 • nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
 • meta eigið vinnuframlag og framfarir í áfanganum
 • þróa með sér aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu í frönskunámi