Framhaldsskólaeiningar: 3
Þrep: 3
Undanfari: ÍSL3A04


Lýsing á efni áfangans

Meginefni áfangans er kveðskapur, óbundið mál og stiklur úr íslenskri bókmenntasögu frá síðmiðöldum allt fram til 1900. Rýnt verður í inntak og form bókmennta og bókmenntaverk einnig skoðuð með hliðsjón af merkingarfræði og setningafræði. Áhersla er lögð á ritun hvers konar, ekki síst frumsamda texta.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • bragfræði, myndmáli og stílbrögðum
 • höfuðverkum lærdómsaldar með áherslu á Hallgrím Pétursson
 • boðskap upplýsingarmanna með áherslu á Eggert Ólafsson
 • áhrifum rómantíkur með áherslu á Jónas Hallgrímsson
 • merkingarfræði og merkingarbreytingar

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • greina efni og form ljóða og tengja við tímabil
 • fjalla um bókmenntir í sögulegu samhengi
 • gera grein fyrir einkennum bókmennta í ræðu og riti
 • vinna með texta frá mismunandi tíma

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • fjalla um og skilja helstu bókmenntaverk Íslendinga frá fyrri tíð
 • skrifa vandaðar ritgerðir með fjölbreyttum stílbrögðum
 • halda fyrirlestra og ræður á góðu íslensku máli og af öryggi

Námsmat:

Þekkingarpróf úr bókmenntatextum og bókmenntasögu. Ritgerðir, ritunarverkefni og/eða fyrirlestrar sem tengjast efni áfangans. Skapandi skrif þar sem reynt er á þanþol tungumálsins. Ástundun og virkni.