Námsgrein: Íþróttafræði s (vor 4. bekk)
Áfanganúmer: ÍÞF3S05
Fjöldi framhaldsskólaeininga: 5
Áfanginn er á: 3. þrepi
Undanfari: ÍÞF3R05


Lýsing á efni áfangans:

Í framhaldi af ÍÞF 3R05 er farið meira út í þjálfun á vettvangi með börnum og unglingum. Farnar verða vettvangsferðir í íþróttaskóla og/eða íþróttafélög og fl. Lögð er áhersla á skipulögð vinnubrögð við undirbúning þjálfunar og kennslufræði. Skoðuð mismunandi afkastamælingar og hvernig hægt er að nýta niðurstöður þeirra við einstaklingsbundnar áætlanagerðir. Farið er undirstöðuatriði í beina- og vöðvafræði og þjálffræði. Einnig verður farið út í hvernig lyfjaeftirlitsmálum er háttað og hvaða áhrif ólögleg lyf hafa á einstaklinga og þeirra árangur. Farið verður í kynningu á íþróttasálfræði svo sem áhugahvöt, liðssamvinnu, einbeiting og hugræn þjálfun í íþróttum.

Námsefni:

Þjálffræði Gjerset o.fl. Leiðbeinandi barna og unglinga í íþróttum ÍSÍ, og fl. bæklingar

Lokamarkmið áfangans

 

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • hvernig haga skuli þjálfun barna og unglinga, bæði undirbúning til lengri og skemmri tíma svo og fyrir hvern tíma fyrir sig
 • starfrænni vöðvafræði og átta sig á hvaða vöðvahópar skipta mestu máli í hreyfingum og æfingum sem verið er að framkvæma
 • á starfsemi lyfjaeftirlits ÍSÍ og hlutverki þeirra í forvörnum í íþróttum
 • að íþróttir snúast ekki eingöngu um líkamlegan þrótt heldur skiptir hugurinn máli og átti sig þá á af hverju

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

 • að bera sig að við þjálfun
 • átta sig á að finna æfingar við hæfi þegar vinna þarf með einstaka vöðvahópa
 • afla sér upplýsinga um ólögleg lyf og áhrif þeirra á líkamsstarfsemi einstaklinga
 • að útbúa einfalda hugræna þjálfunaráætlun

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • þjálfa börn og unglinga
 • útbúa styrktar og liðleikaáætlanir fyrir hópa og átta sig á hvað þarf að varast þegar unnið er með börn og unglinga sem eru að vaxa og þroskast
 • koma til skila til annarra að íþróttir eru forvarnarstarf og að hver og einn einstaklingur skiptir máli óháð getu
 • taka hóp í einfalda hugræna þjálfun

Námsmat:

Verkefni, skýrslur og próf