Framhaldsskólaeiningar: 2
Þrep: 2
Undanfari: Enginn


Lýsing á efni áfangans

Áfanginn er verklegur með fræðilegu ívafi þar sem farið er í mikilvægi upphitunar fyrir líkamlega þjálfun og grein gerð fyrir hvað gerist í líkamanum við upphitun. Einnig er fjallað um þol og þolþjálfun. Nemendur reyna þolþjálfun á eigin líkama, prófa mismunandi þolþjálfunaraðferðir og æfast í að greina á milli loftháðsþols og loftfirrts þols. Farið er í mikilvægi liðleika fyrir líkamann og nemendur læra um mismunandi þjálfunaraðferðir.
Áhersla er lögð á verklega og fræðilega þætti kraftþjálfunar og einnig lögð áhersla á mikilvægi góðs líkamsstyrks fyrir stoðkerfi líkamans.
Fjallað er um mikilvægi réttrar líkambeitingar við fjölbreytta þjálfun svo og í daglegu lífi og farið yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar s.s. starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama og heilsu
  • mismunandi aðferðum til heilsuræktar
  • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum allra grunnþátta
  • mikilvægi upphitunar, liðleika- og styrktarþjálfunar
  • þoli, uppbyggingu þess og mismunandi þolþjálfun
  • slökun
  • helstu reglum og öryggisatriðum varðandi líkamlegt álag
  • leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt í daglegum athöfnum
  • æfingum sem bæta líkamsstöðu
  • mikilvægi andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar vellíðunar
  • klæðnaði til útivistar af ýmsu tagi

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • iðka fjölbreytta grunnþjálfun allra þátta
  • beita almennri og sérhæfðri upphitun íþróttagreina
  • stunda æfingar og hreyfingu sem stuðla að bættri líkamsbeitingu
  • stunda þjálfun, hreyfingu og virkni sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar
  • beita mismunandi aðferðum til að meta þol, styrk og liðleika
  • beita samvinnu sem stuðlar að tillitssemi og hvatningu
  • nýta sér undirstöðuatriði líkamsbeitingar og vinnutækni við nám og störf

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í leikjum, íþróttum, dansi eða útiveru
  • gera sér grein fyrir gildi samvinnu í leik og keppni og greina þar á milli
  • sýna öðrum virðingu við leik, nám og störf
  • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt
  • leysa af hendi einföld verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamshreysti
  • nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu í daglegt líf og starf eftir bestu getu
  • nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni