Framhaldsskólaeiningar: 1
Þrep: 3
Undanfari: ÍÞR2B020


Lýsing á efni áfangans

Nemendur eru í verklegum tímum í líkamsræktarsal, auk þess er í boði að notfæra sér útiaðstöðu s.s. að fara út að hlaupa. Nemendur útbúa sína eigin æfingaáætlun fyrir önnina í samráði við kennara og undir hans leiðsögn. Kennari leggur fyrir afkastamælingar og æfingaáætlun er miðuð m.a. við niðurstöður mælinganna.

Í lok annar er aftur mælt og framfarir metnar. Tvisvar til þrisvar sinnum á önn stjórnar kennari tíma þannig að nemendur fái hugmyndir að fjölbreyttari æfingum og einnig vinna þeir í samvinnu við aðra nemendur.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á

  • helstu reglum og öryggisatriðum varðandi líkamlegt álag og meiðslahættu
  • markmiðssetningu og uppbyggingu þjálfunaráætlunar
  • forvarnargildi almennrar heilsuræktar
  • æfingum sem bæta líkamsstöðu og vinnutækni

Nemandi skal hafa öðlast leikni í

  • að taka þátt í alhliða líkams- og heilsurækt
  • styrkjandi og mótandi æfingum fyrir helstu vöðva og liðamót líkamans
  • líkamsbeitingu og vinnutækni
  • þjálfun, hreyfingu og virkni sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar
  • að beita ólíkum aðferðum til að meta þol, styrk og liðleika sinn sem og annnarra

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að

  • skipuleggja eigin þjálfun, halda æfingadagbók og þannig sýna sjálfstæð vinnubrögð við þjálfun sína í líkamsrækt eða annars staðar
  • meta eigið þol, styrk og liðleika og byggja áframhaldandi þjálfun á þeim upplýsingum
  • greina frá afstöðu sinn til til heilbrigðs lífernis
  • koma á samvinnu sem stuðlar að tilitssemi og hvatningu