Framhaldsskólaeiningar: 1
Þrep: 3
Undanfari: ÍÞR2B010


Lýsing á efni áfangans

Um er að ræða verklega kennslu, bæði í íþróttasal og úti. Einnig er farið út í bæ í margvíslegar heimsóknir eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Til dæmis er farið á skauta, á kajak, í keilu, í júdó og aðrar jaðaríþróttagreinar prófaðar. Nemendur iðka margbreytilega þjálfun í formi leikja, boltaíþrótta og þreks.

Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að gera nemendum ljóst að þeir þurfa brátt að huga algjörlega sjálfir að eigin heilsu og finna líkams- og heilsurækt sem hentar þeim og því er leitast við að fara í heimsóknir út í bæ og kynna þeim hvað í boði er þegar skólanum sleppir. Farið er í skyndihjálparupprifjun þar sem áhersla er lögð á endurlífgun.

Nemendur halda matardagbók í nokkra daga setja inn í gagnvirkt forrit á netinu www.matarvefurinn.is. Þeir lesa úr niðurstöðum og skila dagbók, niðurstöðum og vangaveltum til kennara.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á

  • helstu flokkum næringarefna, virkni þeirra og mikilvægi
  • mismunandi aðferðum heilsuræktar
  • fjölbreyttum leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt í daglegum athöfnum
  • klæðnaði til útivistar af ýmsu tagi
  • hvaða möguleikar eru í hans nánasta samfélagi á líkams- og heilsurækt
  • helstu atriðum skyndihjálpar með áherslu á endurlífgun

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að

  • klæða sig eftir aðstæðum
  • átta sig á hvar í umhverfinu eru möguleikar til útivistar og heilsueflingar
  • færa inn í matardagbók
  • beita grundvallaratriðum í skyndihjálp
  • taka þátt í alhliða líkams- og heilsurækt

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að

  • takast á við áskoranir daglegs lífs varðandi matarræði og lifnaðarhætti á skipulagðan og markvissan hátt
  • skipuleggja og taka þátt í æfingum og leikjum sem viðhalda samskiptum og bæta þau
  • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt
  • nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi og flétta hreyfingu inn í daglegt líf og starf
  • gera þjálfun, hreyfingu og virkni sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar að sjálfsögðum hluta í tilverunni
  • nýta sér tölvu- og upplýsingatækni við skrásetningu næringardagbókar