Námsgrein: Jóga og þrek (Valáfangi í 3. bekk)
Fjöldi framhaldsskólaeininga: 1
Áfanginn er á: 3. þrepi
Undanfari: ÍÞR3B01


Lýsing á efni áfangans:

Nemendur eru einu sinni í viku í 80 mín. Tíma í íþróttasal. Efnið sem tekið er fyrir eru annars vegar jógaæfingar og stöður, pílates kvið og bakæfingar teygjur og slökun, og hins vegar þrektímar þar sem unnið er með þol og styrktaræfingar, þannig að nemendur fái fjölbreytta þjálfun. Nemendur læri hvað hver æfing gerir fyrir líkamann og og öðlist skilning á mikilvægi þjálfunar líkamans.

Lokamarkmið áfangans

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • Að þekkja líkama sinn og og auki líkamsvitund sína.
  • Forvarnargildi líkamsræktar.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

Einföldum jógaæfingum, eins og sólarhyllingu og ýmsum jógastöðum, og viti hvað þær gera fyrir líkamann og geti nýtt sér slökun í daglegu lífi. Að nemendur finni mun á jógaæfingum og þrek og þolæfingum og hvernig þetta nýtist saman í að gera líkamann sterkari.

Nemandi skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

Finna út hvaða líkamsrækt passar honum, eigi auðvelt með að finna og nálgast þá líkamsrækt sem honum hentar og geti bjargað sér sjálfur með einfaldar jógaæfingar.