Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: Íslandsáfanginn og LÍF2A05


Lýsing á efni áfangans:

Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.

Í áfanganum er farið yfir lífeðlisfræði og hlutverk líffærakerfa spendýra og sérstök áhersla lögð á lífeðlisfræði tengda mannslíkamanum. Lögð er áhersla á líffærakerfin í heild og hvernig efnaskipti og flutningur efna í líkamanum byggist á samspili þessara kerfa. Fjallað er um eðlilega starfsemi líffærakerfanna og einnig um hvernig frávik frá því heilbrigða hefur áhrif á virkni líkamans.

Lögð er rík áhersla á starfsemi taugakerfisins, innkirtla, öndunarfæra, þveitis- og æxlunarfæra, blóðrásar og stoðkerfis umfram annað.

Lokamarkmið áfangans:

Er að nemandinn sé fær um að greina á milli eðlilegrar líkamsstarfsemi og óeðlilegrar og geri sér vel grein fyrir því hversu mikla ábyrgð hann ber á heilsu sinni og sé vel undirbúinn í lífeðlisfræði hvort sem hann velur háskólanám eða skóla lífsins.

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • hvernig líffæri eru gerð og hvað einkennir starfsemi þeirra hvers fyrir sig.
 • hvernig líffærin mynda líffærakerfi og hvernig líffærin vinna saman að öllum efnahringrásum innan líkamans.
 • flókinni samhæfingu líffærakerfa og hvernig þau vinna að jafnvægi og stöðugleika, öndun, bruna, hitastjórnun, stjórnun hjartsláttar og blóðþrýstings, úrgangslosun, æxlun, vexti og viðhaldi.

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • að greina hvað er eðlileg líkamsstarfsemi og hvað er óeðlilegt, eða sjúklegt og sagt frá því.
 • lýsa starfsemi líffærakerfanna í máli og myndum
 • greina hvað er vanaminni og þekkingarminni með ákeðinni tilraun
 • geina hvað er eðlilegt líkamsástand

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • kryfja líffæri og skila greinargóðri skýrslu um vinnuferlið og niðurstöður
 • mæla og meta blóðþrýsting
 • útskýra í rituðu og mæltu máli vísindalegar niðurstöður sem aflað hefur verið með söfnun heimilda um tiltekið efni.
 • draga ályktanir af því sem farið er yfir fyrst á önninni og tengt við námsefni reynslu og þekkingu sína í lok annar, svo sem hvernig taugakerfi og innkirtlakerfi starfa meðan á þungun stendur

 


Námsmat
Fer fram með símati og annarprófi.
Námsmatið skiptist þannig: verkefni og vinnubók 10%, ritgerð 15% , bekkjarverkefni 5% og annarpróf í lok áfanga 70%