Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari:


Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er farið í grundvallar hugtök innan erfðafræðinnar. Farið er í Mendelska erfðafræði og sameindaerfðafræði gerð góð skil þar sem fjallað er um byggingu erfðaefnis, fjölföldun þess og umritun og þýðingu gena.. Kynntar verða nokkrar algengar aðferðir innan erfðatækni og farið í helstu efnisþætti innan plöntu- og dýralíftækni. Þá er fjallað um algenga erfðasjúkdóma og litningagalla manna ásamt tengingu krabbameins við erfðir, genalækningar og stofnfrumur.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • Grundvallar hugtökum og lögmálum í Mendelskri erfðafræði
  • Frumuhringnum og frumuskiptingum
  • Megin mun á erfðaefni dreifkjörnunga og heilkjörnunga
  • Byggingu og eftirmyndun erfðaefnis
  • Umritunar- og þýðingarferli í heilkjörnungum
  • Skilning á táknmáli erfða
  • Stökkbreytingum
  • Algengum hugtökum innan erfðatækninnar, svo sem skerðingu, rafdrætti, raðgreiningu og PCR-mögnun
  • Gildi og notkun genaferja í m.a lyfjaframleiðslu
  • Plöntu- og dýralíftækni Erfðasjúkdómum og erfðagöllum mannsins
  • Genalækningum og notagildi stofnfrumna

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til þess að:

  • Sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • Geta sett í samhengi galla í erfðaefninu við ákveðna sjúkdóma
  • Geta dregið sjálfstæðar ályktanir byggðar á skynsamlegum rökum Hagnýta þekkingu sína í daglegu lífi og samfélagi