Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: Íslandsáfanginn, EVÍ2A05


Lýsing á efni áfangans:

Líffærafræði er undirstöðufag í öllum heilbrigðisgreinum. Í þessari valgrein verða kynnt helstu grunnatriði fræðigreinarinnar en mest áhersla er lögð á að nemendur læri að nota alþjóðlegt hugtakakerfi um gerð mannslíkamans. Farið verður í stoðkerfi, (bein, liðir, vöðvar) taugakerfi og síðan öll helstu líffærakerfi eftir því sem tími vinnst til.  Góður valkostur fyrir þá sem ætla sér í háskólanám í heilbrigðisfræðum en er þó sérstaklega ætluð þeim sem hyggja á nám í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, sjúkranuddi og skyldum greinum.

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

•    Að geta skilgreint líffærafræði, undirgreinar og lífeðlisfræði
•    Að þekkja skipulagsstig mannslíkamans.
•    Að þekkja öll líffærakerfi mannslíkamans og hlutverk þeirra í stórum dráttum.
•    Að þekkja líffærafræðilega stöðu og helstu svæðishugtök mannslíkamans.
•    Að þekkja helstu skurðfleti og stefnuhugtök.
•    Að þekkja líkamsholin, líffæri þeirra og þekjur.
•    Að þekkja svæðaskiptingu kviðar- og grindarhols.
•    Að kannast við helstu rannsóknaraðferðir líffærafræðinnar.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

•    nýta sér alþjóðlegt nafnakerfi í líffærafræði.
•    Þekkja gerð stoðkerfis líkamans.
•    Þekkja gerð og starfsemi taugakerfis.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

•    nýta sér alþjóðlegt nafnakerfi í líffærafræði.
•    Þekkja gerð stoðkerfis líkamans.
•    Þekkja gerð og starfsemi taugakerfis.

 

Námsmat

Fer fram með símati og annarprófi í lok áfangans