Námsgrein: Næringarfræði þjálfunar
Áfanganúmer: NÆR3U05 - Vorönn í 3. bekk
Fjöldi framhaldsskólaeininga: 5
Áfanginn er á: 3. þrepi
Undanfari: Líf 2A050 eða 3A050


Lýsing á efni áfangans:

Markmið áfangans er að nemandur öðlist þekkingu á grundvallarþáttum næringarfræðinnar, verði færir um að draga sjálfstæðar ályktanir um hvað sé hollt og hvað óhollt og verði meðvitaðir um eigin ábyrgð á góðri næringu og heilsu. Áhersla verður lögð á næringu íþróttafólks dags daglega og í keppnisferðum. Auk þess verða ígrunduð áhrif fæðubótarefna. Að áfanga loknum á nemendum að vera ljóst hvers virði góðar neysluvenjur eru fyrir Íslendinga sem heilbrigða þjóð. Nemendur eiga að loknu námskeiðinu að vera færir um að mynda sér skoðanir á næringu og lífsstíl og hvernig nýta megi ráðleggingar Lýðheilsustöðvar til að temja sér farsælar neysluvenjur.

Námsefni:

Lífsþróttur Ólafur G.Sæmundsson

Lokamarkmið áfangans


Námsmat:

Verkefni og próf