Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: LÍF2A05


Lýsing á efni áfangans

Í þessum áfanga er gert ráð fyrir að nemendur hafi góða líffræðilega grunnþekkingu því talverð áhersla verður á hlutverk heila og taugakerfis og ýmsar líffræðilegar skýringar á hugsun og atferli. Sálfræði sem fræðigrein verður kynnt stuttlega. Nemendur fara yfir grunnkenningar um greind, nám og minni, svefn og drauma. Þeir kynnast aðferðum við rannsóknir á sambandi huga og heila og sálrænni úrvinnslu skynfæra á umhverfisáreitum. Hugað verður að helstu röskunum sem menn glíma við og meðferðarúrræðum.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • mikilvægi við að beita vísindalegum aðferðum við rannsóknir.
 • helstu kenningarkerfum innan sálfræðinnar eins og atferlisstefnu, hugfræði og lífeðlisfræðilegri sálfræði.
 • grunnstarfi og uppbyggingu heila og taugakerfis.
 • helstu aðferðum við að rannska samband hugar og heila.
 • uppbyggingu hefðbundinna greindarprófa.
 • hagnýtu gildi sálfræðinnar.
 • nokkrum viðfangsefnum sálfræði svo sem minni, námi, svefni og skynjun.
 • umhverfisþáttum og erfðum sem mótunaröflum mannshugans.
 • útskýringum sálfræðinnar á helstu frávikum frá eðlilegu hugarstarfi.
 • siðferði við rannsóknir.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • beita grunnhugtökum sálfræðinnar.
 • útskýra helstu hugmyndir sem móta fræðigreinina.
 • lýsa hugmyndum atferlissinna um nám.
 • lýsa viðteknum hugmyndum um minni
 • meta kosti og galla hefðbundinna greindarmælinga.
 • útskýra helstu frávik frá eðlilegu hugarstarfi.
 • skoða samhengi sálfræðinnar við aðrar vísindagreinar.
 • útskýra eigið atferli og hugsun út frá hugmyndum nokkurra sálfræðistefna.
 • lesa í og skilja niðurstöður mikilvægra rannsókna í sálfræði.
 • tjá kunnáttu sína í orði og riti.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • tjá sig á gagnrýninn hátt um afmarkaða efnisþætti sálfræðinnar.
 • sækja þekkingu úr öðrum greinum til aukins skilnings á viðfangsefninu og yfirfæra þekkingu á aðrar greinar til þess að sjá vísindalegt samhengi.
 • sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum.
 • afla, meta og nota heimildir á viðurkenndan hátt.
 • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis og erfða á eigin sjálfsmynd og annarra.
 • skilja samspil atferlis, hugsunar og tilfinninga.
 • hagnýta sálfræðina í daglegu lífi á jákvæðan hátt sér og öðrum til framdráttar.

Námsmat

Próf, ritgerð, rannsókn, fyrirlestur og ástundun (tímasókn, verkefnaskil, þátttaka í umræðum og fleira).