Fjöldi framhaldsskólaeininga: 5
Áfanginn er á: 1. þrepi
Undanfari: Enginn


Lýsing á efni áfangans

Megináhersla er lögð á að kenna nemendum undirstöðuatriði tungumálsins, nemendur eru æfðir í að hlusta, tala, lesa, og skrifa á spænsku.Farið verður í nokkur grunnatriði málfræðinnar og fer kennslan fram með hliðsjón af færnimarkmiðum áfangans. Áhersla er lögð á uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Auk kennslu í tungumálinu er varpað ljósi á þætti sem tengjast spænskumælandi þjóðum, spænskri tungu og menningu, m.a. með tónlist og myndefni. Nemandi þjálfist strax frá byrjun í að taka ábyrgð á eigin námi, m.a. með sjálfstæðum vinnubrögðum og upplýsingaöflun.

Lokamarkmið áfangans

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
 • grunn atriðum spænks málkerfis: framburði, tónfalli, einfaldri setningaskipan og málfræði
 • spænskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu samskiptavenjur og siði þjóðanna

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • geta fylgt einföldum fyrirmælum og skilið helstu kveðjur og kurteisisávörp
 • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist nemandanum, umhverfi hans og áhugamálum og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangurinn er með lestrinum hverju sinni
 • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og athöfnum og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
 • geta skrifað stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, fyllt út einföld eyðublöð, skrifað póstkort o.fl.

Nemandi skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
 • taka þátt í einföldum samræðum og nota mismunandi kveðjur og samskiptaform eftir aðstæðum
 • vinna úr textum á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
 • nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
 • þróa með sér aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu í spænskunámi

Námsmat:

Lokapróf: 50% Munnlegt próf 15% Kaflapróf 20% Vinnueinkunn 10% ( mæting, vinna í tímum, samvinna, jákvæðni, frumkvæði og verkefnaskil ) Verkefni 5%