Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 1
Undanfari: enginn


Lýsing á efni áfangans:

Meginefni áfangans er talnareikningur, algebra og hnitarúmfræði. Helstu efnisþættirnir eru talnareikningur, liðun, þáttun, algebrubrotareikningur, veldi, rætur, jöfnur, ójöfnur, jöfnuhneppi, annars stigs jöfnur, talnalínan, hnitakerfið og línan. Aðaláhersla áfangans er á þjálfun í dæmareikning úr þessum efnisatriðum.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

Tölum

  • forgangsröðun aðgerða.

  • náttúrulegum tölum, heilum tölum, ræðum tölum og rauntölum.

  • frumtölum, frumþáttun og deilingu með afgangi.

  • brotum og brotabrotum.

Algebru

  • notkun tákna sem staðgengla talna.

  • liðun, þáttun og algebrubrotum.

  • veldum, rótum, veldareglum og rótareglum.

  • jöfnum af fyrsta og öðru stigi auk jöfnuhneppa og ójöfnum af fyrsta stigi.

Hnitakerfinu

  • talnalínunni.

  • hnitakerfinu.

  • eiginleikum beinnar línu í hnitakerfi.

Táknmáli og röksemdafærslu stærðfræðinnar

  • notkun algengra stærðfræðitákna s.s. jafnaðarmerkis og sviga.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

Tölur

  • nota allar algengar reiknireglur talnareiknings.

  • frumþátta.

  • einfalda brot og brotabrot.

Algebra

  • liða og þátta stærðtákn og meðhöndla algebrubrot.

  • nota rætur og brotna veldisvísa.

  • beita veldareglum og rótarreglum.

  • leysa ýmis konar jöfnur, ójöfnur og jöfnuhneppi.

Hnitakerfið

  • finna færslu á talnalínu.

  • finna fjarlægð og miðpunkt á talnalínu og í hnitakerfi.

  • finna og nota eiginleika beinnar línu í hnitakerfi.

Táknmál og röksemdafærsla stærðfræðinnar

  • nota algeng stærðfræðitákn s.s. jafnaðarmerki og sviga.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.

  • beita gangrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni og þrautir úr kunnuglegu samhengi.

  • leysa orðadæmi með því að koma því á stærðfræðilegt form og túlka síðan lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni.

  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna.

  • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum á viðeigandi hátt.