Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 2
Undanfari: STÆ2R050 eða STÆ2B05


Lýsing á efni áfangans:

Meginefni áfangans er hlutfallareikningur og fallafræði. Helstu efnisþættir eru hlutföll, einingaskipti, prósentur, vextir, fallahugtök, nokkur mikilvæg föll, diffrun og ferlarannsóknir.

Aðaláhersla áfangans verður á þjálfun í dæmareikning en einnig verður fjallað um hagnýtingu þessarra þátta í öðrum greinum, s.s. viðskiptafræði, hagfræði og félagsfræði.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 

Hlutfallareikning

 • hlutföllum, einingaskiptum, prósentum og vöxtum.

Fallafræði

 • helstu fallahugtökum og ferlum falla.

 • veldisföllum með heilum og brotnum veldisvísum.

 • margliðuföllum og ræðum föllum.

 • algildi, algildisfallinu og lausn algildisjafna.

 • vísisföllum.

 • logrum, lograföllum og lograreglum.

 • diffrun og diffurreglum.

 • formerkjamyndum, staðbundnum útgildum og beygjuskilum.

 • hagnýtingu diffurreiknings í öðrum greinum s.s. viðskipta- og hagfræði.

Táknmáli og röksemdafærslu stærðfræðinnar

 • meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar námsefnisins.

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 

Hlutfallareikningur

 • nota hlutföll og prósentur.

 • skipta um einingar.

 • reikna vexti.

Fallafræði

 • finna skilgreiningar- og myndmengi ýmissa falla.

 • beita veldareglum, rótarreglum og lograreglum, m.a. til að leysa jöfnur.

 • vinna með algildi og leysa algildisjöfnur.

 • finna skurðpunkta ýmissa falla við ása hnitakerfisins.

 • diffra föll og einfalda lausnina ef hægt er.

 • gera formerkjamyndir og lesa út úr þeim.

 • gera gildatöflu og teikna föll á viðeigandi hátt.

 • rannsaka ferla falla

Táknmál og röksemdafærsla stærðfræðinnar

 • setja námsefnið fram skv. meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar.

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 

 • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.

 • beita gangrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni og þrautir s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum og/eða með því að setja upp jöfnur og leysa þær.

 • leysa orðadæmi með því að koma því á stærðfræðilegt form og túlka síðan lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni.

 • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna.

 • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum á viðeigandi hátt.