Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 2
Undanfari: STÆ1A05


Lýsing á efni áfangans:

Meginefni áfangans eru tölfræði, líkindareikningur og ályktanafræði. Helstu efnisþættir eru vinnsla ganga, myndræn framsetning, mælikvarðar á miðsækni og dreifingu, líkindareikningur og líkindadreifingar, úrtaksfræði, öryggisbil og tilgátuprófanir.

Aðaláhersla áfangans verður á þjálfun í að koma gögnum á skipulagt form, reikna helstu lýsistærðir og draga ályktanir.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Tíðnidreifingum
    • Tíðnitöflum, hlutfallslegri- og samanlagðri tíðni.
  • Myndrænni framsetningu gagna
    • Eiginleikum mismunandi rita eins og súlu-, stöpla- og skífurita.
  • Mælingum á miðsækni og dreifni
    • Helstu mælikvörðum miðsækni eins og meðaltali, miðgildi og tíðasta gildi.
    • Helstu mælikvörðum dreifni eins og staðalfráviki, meðalfráviki og dreifisviði.
  • Líkindareikningi og líkindadreifingum
    • Líkindahugtakinu og helsu reikniaðferðum.
    • Tvíliða- og normaldreifingu og eiginleikum þeirra.
  • Úrtaksfræði, öryggisbil og tilgátuprófanir
    • Nokkrum leiðum til að velja úrtak úr þýði.
    • Öryggismörkum og öryggisbilum og þeim forsendum sem liggja að baki.
    • Tilgátuprófunum (einhliða/tvíhliða) og skekkjum í tölfræðilegum ályktunum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tíðnitöflur
    • setja upp og lesa úr tíðnitöflum.
  • Myndræn framsetning
    • nota töflur til að gera rit, eins og súlu-, stöpla- og skífurit, í höndum og í tölvu.
  • Mælingar á miðsækni og dreifni
    • reikna meðaltal, miðgildi og tíðastagildi út frá gögnum.
    • reikna staðalfrávik, meðalfrávik og dreifisvið út frá gögnum.
  • Líkindareikningur og líkindadreifingar
    • reikna líkindi á einföldum atburðum.
    • lesa úr töflum og finna flatarmál undir kúrfum.
  • Úrtaksfræði, öryggisbil og tilgátuprófanir
    • reikna út öryggismörk og öryggisbil með mismunandi forsendum.
    • setja upp tilgátupróf og sannreyna þau.

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Meta og gagnrýna tölfræðilegar upplýsingar í umhverfi sínu.
  • Tengt efni áfangans við megindlegar rannsóknaraðferðir í vísindum og sett þær í samhengi við aðferðafræði félagsvísindanna, t.d. sálfræði og félagsfræði.
  • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
  • Beita gangrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við að setja upp og leysa verkefni, túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni og útskýra niðurstöður skilmerkilega fyrir öðrum á viðeigandi hátt.