Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: STÆ3A05


Lýsing á efni áfangans:

Meginefni áfangans er fallafræði. Helstu efnisþættir eru föll, ferlar falla, ýmis fallahugtök, samsett og andhverf föll, nokkur mikilvæg föll, markgildi, samfelldni, aðfellur, diffurreikningur og hagnýting diffurreiknings.

Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð talsverð áhersla á skipulagða og rétta stærðfræðilega framsetningu námsefnisins.

 

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

Fallafræði

 • föllum, ferlum falla og ýmsum fallahugtökum.

 • samsettum föllum.

 • andhverfum föllum.

 • nokkrum mikilvægum föllum

 • veldis- og rótarföllum.

 • algildisfallinu.

 • margliðuföllum og ræðum föllum.

 • vísis- og lograföllum.

 • hornaföllum.

Markgildum, samfelldni og aðfellum

 • markgildum falla.

 • samfelldni falla.

 • aðfellum falla.

Diffurreikning og hagnýtingu hans

 • diffrun og afleiðum ýmissa falla.

 • diffurreglum.

 • staðbundnum útgildum og beygjuskilum.

 • ferlarannsóknum.

Táknmáli og röksemdafærslu stærðfræðinnar

 • meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar námsefnisins.

 • skilgreiningum helstu hugtaka og sönnunum reglna í námsefninu.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

Fallafræði

 • vinna með föll og fallahugtök.

 • búa til gildatöflu og teikna föll á viðeigandi hátt.

 • finna samsett föll og andhverfur falla.

Nokkur mikilvæg föll

 • vinna með ýmis föll og tengja þau við ýmis fallahugtök.

 • leysa ýmsar jöfnur tengdar föllum.

Markgildi, samfelldni og aðfellur

 • finna markgildi.

 • vinna með samfelldni.

 • finna aðfellur falla.

Diffurreikningur og hagnýting hans

 • diffra ýmis föll.

 • gera formerkjamyndir og lesa úr þeim.

 • finna staðbundin útgildi og beygjuskil.

 • rannsaka ferla falla.

Táknmál og röksemdafærsla stærðfræðinnar

 • setja námsefnið fram skv. meginreglum stærðfræðilegrar framsetningar.

 • skilja og rita skilgreiningar hugtaka og sannanir reglna.

 

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.

 • Beiti gagnrýninni hugsun og skipulögðum aðferðum við lausn yrtra verkefna og þrauta, s.s. með því að setja upp jöfnur með óþekktum stærðum og leysa þær.

 • Geti klætt verkefni, sett fram í mæltu og/eða skrifuðu máli, í stærðfræðilegan búning, leyst þau og túlkað lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni.

 • Átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna.

 • Átti sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geti valið aðferð sem við á hverju sinni.

 • Skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum á viðeigandi hátt.

 • Geti fylgt og skilið röksemdafærslu í mæltu máli og í texta.

 • Geti rakið sannanir í námsefninu og greint hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun.