Námsgrein: Sund (Valáfangi í 3. bekk)
Áfanganúmer: Sund3C01 (Vor)
Fjöldi framhaldsskólaeininga: 1
Áfanginn er á: 3. þrepi
Undanfari: ÍÞR3B01

 


Lýsing á efni áfangans:

Nemendur mæta einu sinni í viku í 80mín. tíma í Sundlaug Akureyrar. Tímarnir eru utan töflu eða kl. 06:50 að morgni. Farið er í æfingar og drillur til að auka sundfærni í öllum sundtegundum, bringusundi, skriðsundi, baksundi og flugsundi. Notuð ýmis hjálpargögn svo sem sundflár, blöðkur og spaðar. Einnig unnið með þolæfingar í lengri vegalengdum. Farið er í helstu skyndihjálparatriði sem upp geta komið í sundlaug. (köfun, björgunarsund, lífgunaraðferðir)

Lokamarkmið áfangans

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

Að þekkja líkama sinn og og auki líkamsvitund sína.

Forvarnargildi líkamsræktar.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

Öllum fjórum sundtegundunum og geti bjargað sér og öðrum í vatni.

Nemandi skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

Synda töluverða vegalengd sér til ánægju og heilsubótar, og hafi vald á öllum fjórum sundtegundunum til að auka fjölbreitni við sundiðkun. Geti brugðist við slysum sem upp koma í sundlaugum eða við vötn.

Námsmat: