Tenging Windows XP SP3 við þráðlausa netið í MA

Athugið að það verður fyrst að uppfæra windows í service pack 3 og hugsanlega taka inn nýjustu plástra (patches) frá Microsoft. Þetta er gert með því að fara í Windows Update / Microsoft Update og fylgja leiðbeiningum.

uppfærslur

Þegar öruggt er að Service Packinn er kominn inn má fara að sýsla með þráðlausu netin. Til þess að hefja verkið er smellt á táknið fyrir þráðlausu tenginguna.

Í glugganum "Wireless Network Connection" er best að smella á tengilinn með stjörnunni "Change the order of preferred networks" til að komast á réttan stað.

Neðarlega í þessum glugga er smellt á hnappinn "Add".

EAP type er Protected EAP (PEAP). Síðan er hakað úr "Authenticate as computer when computer information is available" og smellt á hnappinn "Properties".

Í "Protected EAP Properties"-glugganum er byrjað á því að haka úr "Validate server certificate" og síðan smellt á hnappinn "Configure" neðar í sama glugga. Þá opnast lítill gluggi "EAP MSCHAPv2 Properties". Þar er hakað úr "Automatically use my Windows logon name and password (and domain if any)".

Að þessu loknu er hægt að fara að tengjast MA-netinu. Smellið ykkur út úr öllum valmyndum með OK og lítið aftur á táknið um þráðlausu tenginuna (þar sem þið lögðuð upp fyrst).

Þá er loksins beðið um auðkenninguna. Þar setjið þið inn notandanafnið ykkar (ekki með @ma.is) og lykilorðið en gætið þess að hafa reitinn "Logon domain" tóman.

Að lokum er smellt á OK og þá ætti netið að tengjast.