Framhaldsskólaeiningar: 5 (frönskuhlutinn er 2/3 áfangans)
Þrep: 3
Undanfari: TUN2A050


Lýsing á efni áfangans:

Megináhersla verður lögð á samskipti, tal og hlustun. Nemendur fá þjálfun í hljóðmyndun og framburði og kynnast helstu hljóðtáknum. Tónlist, söngur og ljóð verða nýtt til að æfa hljóðskyn, framburð og hlustun. Unnið verður ítarlega jafnt í töluðu máli sem rituðu með þann orðaforða og þá málfræði sem nemendur hafa tileinkað sér. Nemendur kynna sér samskiptavenjur, menningu og siði þýskumælandi landa. Ætlast er til að nemendur sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og við verkefnaval.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi

 • Nemandi tileinki sér réttan franskan framburð.
 • Nemandi geri sér grein fyrir helstu einkennum í framburði í frönsku og mismunandi framburði eftir löndum og landshlutum.
 • Nemandi beiti málfari við hæfi við mismunandi aðstæður.
 • Nemandi skilji talað mál og geri sér grein fyrir aðalatriðum í frásögn, lögum og myndmiðlum.
 • Nemandi nýti sér reynslu sína og hugmyndaflug í máli og ritun til að segja frá efni sem hann kynnt sér.
 • Nemandi segi frá og svari spurningum um tiltekin efni.
 • Nemandi lesi margs konar texta og vinni úr þeim á mismunandi hátt eftir tilgangi lestursins.
 • Nemandi skrifi ýmiss konar texta og átti sig á muninum á rituðu og töluðu mál.
 • Nemandi noti upplýsingartækni og hjálpargögn við úrlausn verkefna.
 • Nemandi kynni sér mannlíf og menningu í frönskumælandi löndum.
 • Nemandi leysi viðfangsefni einn eða í samvinnu við aðra.
 • Nemandi læri að meta eigið vinnuframlag og framfarir.

Námsmat:

 • Sjá Moodle