Mögulegt er að stunda nám á tveimur sviðum í Menntaskólanum á Akureyri, tungumála- og félagsgreinasviði og raungreinasviði. Auk þess er hægt að ljúka námi af tónlistarsviði.

Raungreinasvið

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi af raungreinasviði eiga að:

 • hafa öðlast nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám sérstaklega í raungreinum og verk- og tæknigreinum
 • hafa almenna og góða þekkingu á náttúruvísindum og stærðfræði
 • hafa tileinkað sér vönduð vinnubrögð
 • geta staðist/tekist á við námskröfur
 • vera færir um að beita gagnrýnni hugsun
 • hafa tileinkað sér tölulæsi og meðferð talna
 • kunna að afla sér gagna og geti skilið þau og séu færir í úrvinnslu og meðhöndlun gagna
 • hafa færni í að afla sér nýrrar þekkingar og viðhalda henni
 • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku

 

Tungumála- og félagsgreinasvið

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi af tungumála- og félagsgreinasviði eiga að:

 • vera vel undirbúnir undir frekara nám á háskólastigi, sérstaklega í   félagsgreinum og tungumálum
 • hafa náð færni í þeim tungumálum sem þeir hafa valið að leggja stund á
 • búa yfir góðri, almennri þekkingu á sviði félagsgreina, sérstaklega á þeim   kjörsviðum sem nemendur hafa valið sér
 • kunna til verka í upplýsingaöflun, heimilda- og rannsóknarvinnu
 • vera læsir á menningu og siði ýmissa menningar- og málsamfélaga
 • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku

 

Nánari upplýsingar um námsframboð og svið veita brautarstjórar: