Hluti náms til stúdentsprófs í MA er valfrjáls.

Á tungumála- og félagsgreinasviði (TFS) velja nemendur eitt kjörsvið (20 einingar) og tvær kjörsviðslínur (15 einingar hvor fyrir sig) og getur verið breytilegt á milli ára hvaða námsgreinar eru í boði. Nemendur taka þrjá áfanga (15 einingar) í frjálsu vali.

Á raungreinasviði (RGS) velja nemendur um eitt af þremur kjörsviðum, heilbrigðiskjörsvið, náttúrufræðikjörsvið og eðlis- og stærðfræðikjörsvið. Nemendur skulu að auki velja sér eina kjörsviðslínu (frjálst) og er möguleiki að taka hana af tungumála- og félagsgreinasviði. Þrír áfangar verða í boði í frjálsu vali.

Bæklingur um kjörsviðsval á TFS og RGS í Menntaskólanum á Akureyri fyrir veturinn 2017-2018

Samantekt á aðgangsviðmiðum íslenskra háskóla, með ábendingum um námsval í MA