Menntaskólinn á Akureyri er stór vinnustaður. Nemendur eru á áttunda hundrað talsins og starfsfólk jafnan um átta tugir.

Töluverður hluti nemenda eru aðkomufólk. Sumir búa á heimavist, aðrir leigja úti í bæ. En allir þurfa nemendurnir, að bæjarmönnum meðtöldum, ýmiss konar þjónustu. Mötuneyti stendur öllum nemendum opið og þvottahús er í boði fyrir aðkomunemendur sem búa úti í bæ.

Innan skólans er svo fjölbreytileg þjónusta. Þar má fyrst nefna Bókasafn MA, sem er ríkur þáttur í námi sérhvers nemanda, náms- og starfsráðgjöf, sem er öflug þjónusta við nemendur og leiðsögn um nám og námstækni svo og leiðarvísan til framtíðar, sálfræðiþjónusta fyrir þá sem á henni þurfa að halda, og margt fleira.