PÚKI ritvilluvörn

Kæri nemandi Menntaskólans á Akureyri!

Friðrik Skúlason ehf sem þróar og selur ritvilluvörnina Púki fyrir PC og Mac, hefur ákveðið að bjóða Púkann á sérkjörum til nemenda Menntaskólans á Akureyri, eða kr. 4.900 í stað kr. 7.900. Þetta er um 40% afsláttur af endursöluverði Púkans.

Þetta er ein greiðsla og hugbúnaðurinn er til eignar. Þessi sérkjör gilda fyrir tölvur sem eru á einu heimili / námsmannaíbúð, að hámarki 5 vélar.

Ritvilluvörnin Púki leiðréttir „stavsetningavillur“ og innsláttavillur í íslenskum texta, ásamt því að vera með öflugt beygingarforrit og samheitaorðabók.

Púki fyrir PC leiðréttir í Office 2013 og eldri Office pökkum.

Púki fyrir Mac leiðréttir í Office 2016, Office 2011, Pages 4+, OpenOffice  (LibreOffice 4.1.4, Apache OpenOffice 4.0.1) Textedit og þeim forritum sem styðja svokallaðan kerfislægan yfirlestur.

Heimasíða Púkans er www.puki.is en á henni eru allar upplýsingar um báðar útgáfur hans, þ.e. Púka fyrir PC og Mac.

Ef þér lýst vel á tilboð Púkans, vinsamlegast sendu okkur póst frá skólanetfangi þínu á sala@puki.is með nafni, kennitölu og hvort þú viljir Púka fyrir PC eða fyrir Mac.

Við afgreiðum þá pöntun þína og sendum þér Púkann sem Zip.skrá í tölvupósti ( PC ) eða niðurhalsslóð ( Mac) ásamt handbók Púkans sem geymir ýmsan fróðleik um notkun hans.

Þú keyrir skrána og verður vonandi ritvillulaus eftir það!

Við setjum síðan upphæðina í heimabanka þinn.

Kær kveðja,

Friðrik Skúlason ehf

sala@puki.is