Náttúrulæsi

Einingafjöldi: 10
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf með einkunn B eða hærra í íslensku
Náttúrulæsi er áfangi á fyrsta ári. Honum er ætlað að skerpa sýn og auka skilning nemenda á landi sínu, þjóð og tungu. Þar fléttast saman nám í íslensku, líffræði, jarðfræði og landafræði. Upplýsingatækni er samofin allri verkefnavinnu og sérstaklega er hugað að læsi og beitingu móðurmálsins, bæði í ræðu og riti. Virk þátttaka nemenda í eigin námi liggur til grundvallar og því er mikið lagt upp úr að glæða áhuga þeirra á umhverfi sínu og náminu almennt. Þessu er fylgt eftir með markvissri verkefnavinnu með áherslu á samvinnu, frumkvæði og ábyrgð. Áfanginn byggist að verulegu leyti á verkefnavinnu í kennslustundum þar sem nemendur vinna verkefni sín undir leiðsögn kennara. Námið fer fram utan skólans sem innan og sækja nemendur sér fróðleik og gögn á fjölbreytta vegu, m.a. í vettvangsferðum.

Þekkingarviðmið

  • helstu grunnhugtökum jarð- og líffræði
  • helstu fuglum og villtum spendýrum landsins gróðurfari landsins
  • vistkerfi manna og dýra
  • þeim nátturuöflum sem mótað hafa landið frá myndun þess
  • áhrifum náttúruhamfara á lífsskilyrði fólks, dýra og gróðurs
  • áhrifum mannsins á lífsskilyrði sín og annarra lífvera
  • helstu auðlindum þjóðarinnar, nýtingu þeirra og umhverfismálum
  • uppsetningu og skráningu heimilda helstu skipunum í excel og word

Leikniviðmið

  • lesa og skilja texta, myndrit og kort af ýmsu tagi
  • vinna með heimildir
  • setja upp heimildaritgerðir og tímaritsgreinar
  • koma fram fyrir aðra og tala máli sínu á skýran og greinargóðan hátt
  • skrifa vandaðan texta samkvæmt reglum íslensks máls
  • afla sér upplýsinga sem tengjast efni áfangans með viðeigandi aðferðum (geti nýtt sér bóksöfn og upplýsingaveitur á vef, viðtöl o.fl.)
  • skilja samspil manns og náttúru í gegnum tíðina og fram til dagsins í dag
  • vinna með öðrum

Hæfnisviðmið

  • sýna hugkvæmni við lausn verkefna og vera fær um að meta hvað aðferð hentar hverju sinni
  • sýna sjálfstæði og sköpun í vinnubrögðum
  • sýna ábyrgð gagnvart náminu og skólanum
  • meta upplýsingar og vinna með þær á þann hátt að þær skili honum þekkingu og aukinni hæfni til náms, m.a. við ritun heimildaritgerða, glærukynninga og annarra verkefna
  • greina stöðu sína í því umhverfi sem hann lifir og hrærist í, bæði samfélaginu og náttúrulegu umhverfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is