Um sjóðinn

Þann 17. júní 2009 stofnuðu 25 ára stúdentar, sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri 1984, Ugluna, sem er hollvinasjóður MA.

Hlutverk sjóðins er að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi Menntaskólans á Akureyri.  Sjóðnum er ætlað að vera stuðningur við þróunarstarf í MA en jafnframt vettvangur fyrir nemendur og starfsmenn að leita til um önnur mál tengd skólastarfinu.

Það er von stofnenda sjóðsins að hann verði vettvangur og farvegur fyrir fyrrum nemendur skólans og aðra hollvini hans að styrkja gott skólastarfið enn frekar.

Uglan hefur kennitöluna 620709 0420. Reikningsnúmer Uglunnar í Arion banka er: 0302 22 1053.

Hægt er að skrá sig sem hollvin sjóðsins og styrkja þannig sjóðinn um 3000 krónur á ári. Skráðu þig hér.

Stjórn Uglunnar skipa:

fulltrúi kennara MA
fulltrúi 25 ára stúdenta
forseti Hagsmunaráðs nemenda
fjármálastjóri MA

Reglur og samþykktir UGLUsjóðsins
UMSÓKN í UGLUsjóð
Skráning í Hollvinasjóð MA - UGLU-sjóð