Farsældarþjónusta

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana í skólakerfinu.

Í lögunum kemur fram að allir nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geta leitað til tengiliðar innan skólans. Tengiliður veitir upplýsingar, leiðbeinir og beinir málum í réttan farveg, eftir því sem þörf krefur. Ef þörf er á frekari aðstoð geta foreldrar og börn, með aðstoð tengiliðar, lagt fram beiðni um samþætta þjónustu hjá sveitarfélagi. Tengiliður getur þá óskað eftir upplýsingum frá þeim sem þjónusta barnið með það að markmiði að skipuleggja og fylgja eftir samþættri þjónustu við barnið. Ef barnið hefur þörf fyrir frekari þjónustu til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili nefna málstjóra á grundvelli laganna. Tengiliður getur aðstoðað börn og foreldra við að koma upplýsingum um þörf fyrir tilnefningu málsstjóra til sveitarfélags.

 

Hlutverk tengiliðar farsældar er:

  • Að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi.
  • Að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
  • Að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati þörfum barns.
  •  Að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stig þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra.
  • Að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.

 

Til að óska eftir samþættri þjónustu þurfa forráðafólk og/eða nemendur að hafa samband við tengilið Menntaskólans á Akureyri.

 

Tengiliðir farsældarlagana eru:

Lena Rut Birgisdóttir, náms- og starfsráðgjafi lena@ma.is

Sandra Sif Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi sandra@ma.is

Beiðni um samþættingu þjónustu

Beiðni um miðlun upplýsinga til tengiliðar/málastjóra

Gagnlegir tenglar

Samþætting þjónusta í þágu farsældar barna – Kynning

REGLUGERÐ um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna