Skólaráð er skipað skólameistara, aðstoðarskólameistara og einum brautarstjóra ásamt tveimur fulltrúum kennara og tveimur fulltrúum nemenda, sem allir eru kosnir til eins árs í senn. Aðstoðarskólameistari stýrir fundum skólaráðs. Skólaráð er skólameistara til aðstoðar um stjórn skólans. Skólaráð fjallar um starfsáætlanir, um skólareglur, vinnuaðstöðu starfsfólks og nemenda og um önnur mál sem upp kunna að koma varðandi einstaka nemendur og kennara. 

Skólaráð MA veturinn 2023-2024 skipa:

Karl Frímannsson skólameistari
Sigurlaug Anna Gunnarsdótti aðstoðarskólameistari
Alma Oddgeirsdóttir brautarstjóri
Lena Rut Birgisdóttir námsráðgjafi
Aðalbjörg Bragadóttir og Bjarni Jónasson fulltrúi kennarafundar


Í skólaráði sitja einnig forseti Hagmunaráðs og forseti Hugins auk tveggja annarra fulltrúa nemenda, sem kosnir eru í almennum kosningum. Allir fulltrúar nemenda eru kosnir til eins árs í senn. Fulltrúar nemenda eru Bjartmar Svanlaugsson og Hildur Sigríður Árnadóttir og fulltrúar stjórnar skólafélagsins eru Enok Atli Reykdal og Krista Sól Guðjónsdóttir.