Próf og prófhald

Nemendum ber ađ mćta stundvíslega til prófs. Ţeim ber ađ kynna sér vel próftöflu og skipan í stofur. Komi nemandi of seint til prófs skal hann ganga

Próf og prófhald

Nemendum ber ađ mćta stundvíslega til prófs. Ţeim ber ađ kynna sér vel próftöflu og skipan í stofur.

Komi nemandi of seint til prófs skal hann ganga hljóđlega til sćtis. Nemandi sem kemur of seint fćr ekki framlengingu á próftíma.

Skólinn leggur nemendum til pappír en nemendur skulu gćta ţess ađ hafa međ sér skriffćri. Viđ skrifleg próf má nota ţau gögn ein sem eru leyfileg og tilgreind á verkefnablađi. Óheimilt er ađ hafa GSM síma, skólatöskur, bćkur og gögn önnur en ţau sem ofan greinir međ inn í prófstofuna. Pennaveski á ađ geyma á gólfi viđ prófborđ.

Óheimilt er ađ yfirgefa prófstađ fyrr en eftir 30 mínútur. Ađ loknu prófi eiga nemendur ađ yfirgefa skólann. Brýnt er ađ fara hljóđlega.

Ţurfi nemandi ađ fara fram áđur en hann hefur skilađ úrlausn er ţađ einungis heimilt ef honum er fylgt.

Nemandi, sem stađinn er ađ ţví ađ nota óleyfileg gögn eđa veita eđa ţiggja hjálp viđ próf umfram ţađ sem heimilađ er (svindla á prófi) hefur fyrirgert rétti til frekari ţátttöku í prófum á önninni. Honum er vísađ úr skóla, tímabundiđ eđa til frambúđar. Ekki eru gefnar einkunnir fyrir áfanga annarinnar.

Nemandi, sem kemur ekki til prófs og hefur ekki fengiđ heimild til ađ hćtta námi í viđkomandi áfanga, telst hafa gert tilraun til ađ ţreyta prófiđ. Skal hann gera ađstođarskólameistara grein fyrir málum sínum. (Sjá nánar reglur um skráningu í og úr áfanga).

Um veikindi í prófum og sjúkrapróf

Nemendur skulu tilkynna ađstođarskólameistara um veikindi sín áđur en próf hefjast dag hvern. Nemandi, sem er veikur í prófi, skal skila lćknisvottorđi til ađstođarskólameistara jafnskjótt og veikindum lýkur.

Veikist nemandi í prófi ber honum ađ vekja athygli kennara í yfirsetu sem skrifar athugasemd um ţađ á prófúrlausn nemandans. Skal lćknisvottorđi dagsettu samdćgurs skilađ til ađstođarskólameistara.

Sjúkrapróf eru haldin ađ loknum reglulegum prófum. Nemendur sem skila lćknisvottorđi teljast ţar međ skráđir í sjúkrapróf.

Birting einkunna

Einkunnir eru einungis birtar á Innu. Fyrstu einkunnir eru ađ jafnađi birtar síđasta reglulega prófdag og jafnskjótt og ţćr berast eftir ţađ. Kennarar gefa ekki upplýsingar um lokaeinkunnir.

Ađ prófum loknum eiga nemendur ţess kost ađ skođa prófúrlausnir sínar í viđurvist kennara. Eftir haustönn eru prófsýningar fyrsta kennsludag eđa í fyrstu kennslustund. Á vorönn er auglýstur prófsýningadagur ţegar allar einkunnir hafa borist (áđur en endurtökupróf hefjast). Ef fram kemur skekkja í mati eđa einkunnagjöf skal slíkt leiđrétt strax.

Ágreiningur um námsmat

Nemendur eiga rétt á ađ fá útskýringar á mati sem liggur ađ baki lokaeinkunn í námsáfanga innan fimm virkra daga frá birtingu einkunnar. Vilji nemendur, sem ekki hafa náđ lágmarkseinkunn, ţá eigi una mati kennarans geta ţeir snúiđ sér til skólameistara og óskađ eftir mati sérstaks prófdómara. Ţá skal kveđa til óvilhallan prófdómara sem metur prófúrlausnir. Úrskurđur hans er endanlegur.

Um lokapróf

Ef lokapróf gildir 50% eđa meira af lokaeinkunn áfanga ţurfa nemendur ađ ná lágmarkseinkunninni 4,5 á lokaprófinu til ţess ađ ađrir námsmatsţćttir gildi til einkunnar. Lokapróf geta veriđ bćđi skrifleg og munnleg. Kennurum er heimilt ađ víkja frá ţessari reglu en ţađ ţarf ţá ađ koma skýrt fram í námsáćtlun áfangans.

Um skil á verkefnum

Allir nemendur eiga ađ skila verkefnum, skriflegum og munnlegum, á skiladegi nema um annađ hafi veriđ samiđ viđ kennara, veikindi tilkynnt og vottorđi skilađ eđa leyfi fengiđ vegna sérstakra ađstćđna.

Deildir setja reglur um skil á verkefnum. Ţćr ţurfa ađ koma fram á námsáćtlun og ţarf ađ kynna vel í upphafi annar.

Kennarar skulu skila verkefnum til baka eins fljótt og auđiđ er.

Um misferli í verkefnum sem gilda til lokaeinkunnar

Óheimilt er ađ láta ađra vinna ritgerđir og verkefni fyrir sig. Ef nemandi notar texta, myndir eđa annađ efni frá öđrum í verk sín, gerir ekki grein fyrir uppruna efnisins og skilja má ađ efniđ sé höfundarverk nemanda verđur litiđ á slíkt sem ritstuld. Slíkt jafngildir prófsvindli.

Heimilt er ađ leyfa nemanda sem á áđurgreindan hátt hefur fyrirgert verkefni sínu ađ endurvinna ţađ eđa endurtaka ađ vori međ endurtekningaprófum.

Öll brot á prófreglum og reglum ţeim sem ađ ofan greinir skulu tilkynnt prófstjóra/ađstođarskólameistara sem heldur skrá um slíka atburđi.

Um endurtökupróf

Ef nemandi fellur í áfanga og tekur endurtökupróf í viđkomandi áfanga á sama skólaári, gildir símat eđa verkefni annarinnar nema annađ sé tekiđ fram í námsáćtlun.

Ef nemandi tekur endurtökuprófiđ síđar (ekki á sama skólaári), getur nemandi einnig ţurft ađ endurtaka ađra námsmatsţćtti. Ef lokaprófiđ gildir minna en 50% gilda reglur um endurtöku í símatsáföngum.

Um endurtöku og verkefnaskil í símatsáföngum

Nemendur eiga ađ jafnađi ekki rétt á endurtöku í símatsáföngum.

Ef nemandi hefur reynt viđ flest verkefni áfangans getur hann sótt um ađ fá ađ gangast undir námsmat sem ígildi endurtöku. Kennari vegur og metur í hverju endurtakan verđur fólgin, prófi og/eđa verkefni í samráđi viđ ađstođarskólameistara.

Kennurum er heimilt ađ setja sérstakar reglur um lágmarksskilaskyldu verkefna í símatsáföngum, ţ.e. ađ skili nemandi ekki ákveđnu hlutfalli af verkefnum áfangans geti ţađ ţýtt ađ nemandinn falli í áfanganum.

Nemandi sem lýkur önninni á rétt á ţví ađ fá lokaeinkunn úr áfanganum jafnvel ţó hann hafi ekki lokiđ öllum námsmatsţáttum. Fall á verkefnahluta kemur ekki í veg fyrir ađ nemandi fái ađ taka lokapróf.

Skráning í endurtökupróf

Nemendur ţurfa ađ skrá sig í endurtökupróf, hjá ađstođarskólameistara eđa á skrifstofu skólans. Nemendur sem eiga möguleika á ađ vinna upp fall frá haustönn skrá sig ekki í endurtökupróf fyrr en einkunnir úr vorannarprófinu hafa birst. Upplýsingar um rétt til endurtökuprófa og skilyrđi varđandi námsframvindu, sjá Um námsframvindu.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar