Forvarnir

Menntaskólinn á Akureyri leggur ríka áherslu á ađ nemendur skólans tileinki sér heilbrigđan lífsstíl, jákvćtt viđhorf og mannbćtandi tómstundir er efla

Forvarnir

Menntaskólinn á Akureyri leggur ríka áherslu á ađ nemendur skólans tileinki sér heilbrigđan lífsstíl, jákvćtt viđhorf og mannbćtandi tómstundir er efla félagsţroska ţeirra. Skólinn vill gera nemendum kleift ađ styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsvirđingu međ ţađ ađ markmiđi ađ auka fćrni ţeirra í lífsleikni og sporna gegn allri sjálfseyđandi hegđun. Veigamikill ţáttur í ţessari viđleitni er sú stefna ađ freista ţess ađ seinka eftir megni eđa koma í veg fyrir ađ nemendur hefji neyslu á áfengi, tóbaki eđa öđrum vímuefnum, ennfremur ađ ađstođa ţá sem ţegar hafa ánetjast vímuefnum. Ţađ er stefna skólans ađ hvetja til heilbrigđs lífernis án vímuefna og í skólanum gilda skýrar reglur um bindindi.

Einnig er Menntaskólinn ţátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli, sem er stýrt af Lýđheilsustöđ (Landlćknisembćttinu). Verkefniđ felur í sér stefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum ţar sem unniđ er ađ sjálfstyrkingu og ađ efla tengsl viđ grenndarsamfélagiđ. Höfuđáhersla er lögđ á fjögur viđfangsefni. ţ.e. nćringu, hreyfingu, geđrćkt og lífsstíl.

Á hverju ári er eitt viđfangsefniđ ráđandi ţáttur í skólanum, ţó hin séu ađ sjálfsögđu alltaf međ líka.

Fyrsta áriđ er tileinkađ nćringu, og er ţá kappkostađ ađ auka ađgengi ađ hollu og nćringarríku fćđi. Nćr ţetta til beggja mötuneyta skólans og sjoppu nemenda, auk frćđslu um matarrćđi og hollustu. Annađ áriđ verđur tileinkađ hreyfingu, og verđur gert ýmislegt til ađ auka almenna hreyfingu nemenda og starfsfólks. Ţriđja áriđ er tileinkađ geđrćkt og er ţá unniđ međ t.d. sjálfsstyrkingu og jákvćtt hugarfar. Á fjórđa ári eru allir ţćttir teknir saman og einblínt á heilbrigđan lífsstíl, án áfengis og vímuefna.

Forvarnateymi skólans skipa: Náms- og starfsráđgjafar skólans, Heimir Haraldsson og Lena Rut Birgisdóttir, og sálfrćđingur skólans Kristín Elva Viđarsdóttir.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar