rafsegulsfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR3HR07/STÆR3HL07 og EÐLI3TV06
Efni þessa áfanga er eðlisfræði raf- og segulsviða og fyrirbæra þeim tengdum. Umfjöllunin er bæði formlegri og óhlutstæðari en í fyrri áfanga um rafrásir. Meginefni áfangans er rafsvið, þéttar, lögmál Gauss, rásir með þéttum, riðstraumur, segulsvið og samband raf- og segulsviðs, span og lögmál Faradays og rafsegulbylgjur. Lögð er áhersla á verklegar æfingar sem tengjast efni áfangans.

Þekkingarviðmið

  • Gausslögmálinu fyrir rafsvið
  • skilgreiningu rafsviðs og rafflæðis
  • skilgreiningu á spennu og spennumun í rafsviði
  • þéttum
  • fyrirbærinu þétti og geti reiknað rýmd og orkuinnihald einföldustu þétta
  • rafsviði og spennu
  • beitingu á Gausslögmáli til þess m.a. að reikna út rafsvið í plötuþétti
  • segulsviði
  • rafagnageislum
  • rafsegulöldum
  • hegðun rásar með þétti og mótstöðu
  • síseglum og segulsviði
  • sambandi straums og segulsviðs
  • lögmáli Laplace og lögmáli Biot-Savart
  • kröftum sem verka á hlaðnar agnir í rafsviði og segulsviði
  • skilgreiningu segulflæðis og geti beitt lögmáli Faradays um span
  • sjálfspani og hegðun sveiflurásar
  • riðstraumi
  • riðstraumi og eiginleikum riðstraumsrása með raðtengingu viðnáms, spólu og þéttis
  • rafsegulöldum og tengslum þeirra við jöfnur Maxwells
  • samliðun ljóss sem farið hefur í gegnum raufagler og notkun raufaglers við litrófsgreiningu

Leikniviðmið

  • beita Gausslögmáli fyrir rafsvið
  • fjalla um rafsvið og spennu
  • reikna rásir með þéttum
  • gera grein fyrir segulsviði
  • fjalla um rafagnageisla
  • leysa verkefni um span
  • leysa ýmis verkefni þar sem riðstraumur kemur við sögu

Hæfnisviðmið

  • beita skipulegum aðferðum við að leysa verkefni úr þeim efnisþáttum sem teknir eru fyrir í áfanganum
  • gera verklegar tilraunir úr efninu, skrá niðurstöður sínar skipulega og vinna úr þeim
Nánari upplýsingar á námskrá.is