lífefnafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EFNA2AA05, EFNA2AB05 og EFNA3LR05
Lífefnafræði er mikilvæg undirstöðugrein á öllum sviðum líffræði- og heilbrigðisgreina auk þess að vera sjálfstæð fræðigrein við háskóla hér á landi og erlendis. Líftækni og erfðarannsóknir byggja að mestu leyti á lífefnafræði. Í þessum áfanga er leitast við að gefa góða yfirsýn yfir helstu efnisþætti fræðigreinarinnar þannig að það megi nýtast sem flestum nemendum náttúrufræðibrautar í háskólanámi á sviði líffræði, heilbrigðisfræði eða efnafræði. Fjallað er um gerð, eiginleika og efnahvörf helstu byggingarefna, orkuefna og stjórnefna lífvera. Einnig er fjallað um efnaskipti þessara sömu efna í frumum líkamans þar sem helstu niðurbrots- og nýmyndunarferlum er lýst á sameindagrunni. Farið er í sykrur og undirflokka þeirra, amínósýrur, prótein og byggingar þeirra, fitusýrur, trýglýserið, stera og fleiri lípið. Efnið tengist mjög víða reynsluheimi nemenda og má þar nefna ítarlega umfjöllun um helstu orkuefni, næringu, fitubrennslu, megrun og offitu. Í raun fjallar þessi áfangi um öll helstu lífefnin, gerð þeirra, eiginleika og efnahvörf í blíðu og stríðu.

Þekkingarviðmið

  • uppbyggingu einsykra, tvísykra, fjölsykra og afbrigðum af þeim
  • gerð, hlutverki og flokkun fituefna, muninum á ómettaðri fitusýru og mettaðri og helstu efnahvörfum lípíða
  • peptíðum, almennri formúlu amínósýra og flokkunarkerfi þeirra, hvernig þær mynda peptíð og hvernig þær brotna niður
  • byggingu próteina samkvæmt byggingu þeirra og starfsemi
  • ensímum, gerð þeirra og hlutverki
  • helstu niðurbrots- og uppbyggingarferlum frumunnar

Leikniviðmið

  • greina milli helstu gerða lífefnafræðilegra sameinda og flokkun þeirra
  • skilgreina helstu efnaskiptaferla lífheimsins
  • þekkja uppbyggingu og samsetningu prótína, allt frá DNA til virkra sameinda og byggingareininga þeirra
  • þekkja mun á prótíni og ensími, virkni þeirra og hlutverk í efnaskiptum
  • hafa heildarsýn yfir efnaskipti mannslíkamans
  • geta sagt fyrir um hvernig röskun á gerð eða samsetningu lífefna getur leitt til sjúkdómseinkenna

Hæfnisviðmið

  • nýta byggingahluta sameinda lífefna til að spá fyrir um eiginleika sameinda t.d. vatnsleysni
  • útskýra feril sameinda í gegnum efnaferli og fjalla um afdrif t.d. fæðuefna
  • útskýra viðfangsefni áfangans með því að nota hugtök af nákvæmni
  • tengja líffræði og efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi greinanna
  • skilja mikilvægi lífefnafræðinnar í heilbrigðis- og raunvísindum
  • stunda áframhaldandi nám í heilbrigðis- og raunvísindum
Nánari upplýsingar á námskrá.is