MA fćrđ minningargjöf um Ara Brynjólfsson

Menntaskólanum á Akureyri var um helgina fćrđ 5.000 dollara peningagjöf, sem hugsuđ er til ađ efla kennslu í raungreinum og eđlisfrćđi viđ skólann

MA fćrđ minningargjöf um Ara Brynjólfsson

Afhending minningargjafar eftir Ara Brynjólfsson
Afhending minningargjafar eftir Ara Brynjólfsson

Menntaskólanum á Akureyri var um helgina fćrđ 5.000 dollara peningagjöf í minningu Ara Brynjólfssonar, eđlisfrćđings, sem lést í Bandaríkjunum í sumar. Ţađ voru synir Ara og ekkja sem fćrđu skólanum ţetta framlag ađ lokinni minningarathöfn í Lögmannshlíđarkirkju.  Fram kom í ávarpi Johns Brynjólfssonar, eins sona Ara, ađ  peningagjöf ţessi vćri hugsuđ sem stuđningur viđ raungreina- og eđlisfrćđikennslu í skólanum, en ţađ var í Menntaskólanum á Akureyri sem áhugi Ara á ţeim greinum kviknađi. Ari naut alţţjóđlegrar virđingar á sviđi eđlisfrćđi og sagđi sonur hans ađ vonandi mćtti ţetta framlag verđa til ţess ađ glćđa áhuga og elju ungra menntskćlinga til ađ hasla sér völl á sviđi eđlisfrćđinnar líkt og fađir hans hefđi gert.

Ari BrynjólfssonAri Brynjólfsson ólst upp viđ Eyjafjörđinn, lengst af í Krossanesi og var einn sjö barna ţeirra Brynjólfs Sigtryggssonar og Guđrúnar Rósinkarsdóttur. Hann fćddist 1926 og varđ stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri áriđ 1948, fór til náms viđ Kaupmannahafnarháskóla og lauk ţađan mag. scient. gráđu í eđlisfrćđi 1954. Ari vann fyrst ađ segulmćlingum á bergi hér á landi, fór síđan til Ţýskalands og starfađi viđ Háskólann i Göttingen en réđst svo til starfa í kjarnorkuvísindastöđ Dana í Risör. Ţar stjórnađi hann tilraunum á smíđum á „Cobolt- geislabyssu" sem einkum er notuđ til ađ auka geymsluţol matvćla. Geislatćknin er einnig notuđ til ađ dauđhreinsa búnađ geimfara svo og tćki og áhöld á skurđstofum sjúkrahúsa. Ari varđi doktorsritgerđ sína frá Niels Bohr stofnuninni í Kaupmannahöfn áriđ 1973.

Ari starfađi víđa um heim, m.a. hjá Sameinuđu ţjóđunum í Vínarborg og Hollandi. Lungann úr starfsćvi sinni starfađi hann á geislavísindastöđ geimferđastofnunar Bandaríkjanna í Boston.

Jón Már Héđinsson skólameistari tók viđ gjöfinni viđ athöfnina í Lögmannshlíđarkirkju, en eins og fyrr segir er henni ćtlađ ađ efla kennslu í raungreinum og eđlisfrćđi viđ skólann. Á myndinni fyrir utan kirkjuna eru auk skólameistara synir Ara og ekkja, frá vinstri: Alan, Marguerite, John og Olaf. (mynd AB)


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar