Ofbeldi, einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið í Menntaskólanum á Akureyri. Mikilvægt er að einstaklingar upplýsi fulltrúa úr viðbragsteymi skólans um hverskonar áreitni, ofbeldi eða einelti þeir verða fyrir.  Í viðbragðsteymi skólans eru skólameistari/aðstoðarskólameistari, stoðteymi skólans (námsráðgjafar og skólasálfræðingur), jafnréttisstýra og trúnaðarmenn (eftir því sem við á). Skal þá tryggt að allt fari fram í trúnaði. Allar tilkynningar eru teknar alvarlega og viðeigandi viðbragðsáætlun hrint í framkvæmd.

Stefna skólans byggir á reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Skilgreiningar á hugtökum:

 

a)

Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

 

b)

Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

 

c)

Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðg­andi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

 

d)

Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handa­hófs­kennda sviptingu frelsis.

Viðbragðsáætlun:

Ef grunur er um að eitthvað af ofangreindu eigi sér stað skal þolandi eða sá sem fær vitneskju um málið hafa samband við einhvern úr viðbragðsteymi skólans. Viðbragðsteymið kannar allar ábendingar til hlítar.  Unnið er með ábendingar í trúnaði sé þess óskað. Upplýsinga er aflað með  viðtölum við aðila málsins, þolendur, gerendur og forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri. Komi upp ábendingar á meðal starfsfólks skólans, komi stjórnendur, trúnaðarmenn eða aðrir upplýsingum til viðeigandi aðila. Afla þarf upplýsinga og skrá niður. Samband er haft við aðila málsins og unnið er að lausn samkvæmt verklagi skólans. Viðbragðsteymi greinir úrræði og vinnur að lausn samkvæmt eftirfarandi:

  • Upplýsinga aflað
  • Samband haft við viðeigandi aðila
  • Unnið að lausn – viðtöl við viðeigandi aðila
  • Viðbragðsteymi vinnur saman að viðtölum
  • Upplýsinga aflað frá kennurum ef einelti, kynbundið áreiti, kynbundið ofbeldi eða annarskonar ofbeldi á sér  stað í bekk.
  • Stuðningur og vinna með viðkomandi aðila
  • Utanaðkomandi sérfræðiaðstoð fengin ef þörf er á.

 

Forvarnir:

  • Mikilvægt er að miðla þekkingu og efla meðvitund um ofbeldi, einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi t.d. með fyrirlestrum og beintengingu við námsefni.
  • Mikilvægt er að starfsfólk og nemendur séu meðvitaðir og bregðist við á viðeigandi hátt.
  • Skýr stefna skólans um að ofbeldi, einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi sé ekki liðið sé kynnt öllum nemendum og starfsfólki.
  • Áhersla á jákvæð samskipti í skólasamfélaginu, mikilvægt að efla vitund allra og að slíkt sé einkennandi í öllu starfi skólans.

 

Eftirfylgni:

Til að hægt sé að fylgja áætluninni eftir er hún kynnt starfsfólki um leið og hún tekur gildi og rædd á fundum starfsfólks á hverju skólaári. Þar eru kennarar minntir á að ofbeldi, einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið í Menntaskólanum á Akureyri. Allir starfsmenn svara könnun sem lýtur að þessum þáttum á tveggja ára. Farið verður yfir niðurstöður þeirra kannana á sameiginlegum fundum alls starfsfólks og brugðist við niðurstöðum ef þurfa þykir. Könnunin er á ábyrgð jafnréttisráðs. Í upphafi hvers skólaárs eru nemendur skólans minntir á hvar áætlunina er að finna á vef skólans. Nýnemar fá ýtarlegri kynningu á áætluninni í kennslustund.