Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: 3B010


Lýsing á efni áfangans:

Nemendum gefst hér kostur á að hreyfa sig sér til heilsubótar bæði líkamlega og andlega. Skipulögð hreyfing þrisvar sinnum í viku, tvær kennslustundir í senn. Tveir dagar í ræktinni og einn í íþróttahúsi. Leitast er við að hafa hreyfinguna sem fjölbreyttasta og nemendur studdir í því að vinna sjálfstætt eftir fyrirfram ákveðinni áætlun í ræktinni. Eins verður boðið upp á boltaíþróttir margskonar, hópefli í gegnum leiki, jóga og fleira. Umræður um heilsutengd efni eins og matarræði, fæðubótarefni, lyfjamisnotkun og fleira sem upp getur komið.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • að greina styrkleika sína og veikleika
  • mikilvægi fjölbreyttrar hreyfingar og heilsusamlegs lífernis.
  • að það er enginn annar en hann sjálfur sem getur borið ábyrgð á eigin heilsu.

 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að skipuleggja fjölbreytta hreyfingu fyrir sig sem einstakling í líkamsrækt.
  • sjálfstæðum vinnubrögðum í tækjasal

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • öðlast og viðhalda góðri heilsu til að takast á við daglegt líf
  • lifa heilbrigðu lífi

Námsmat:

  • Gerðar eru kröfur um lágmarksmætingu og mun mæting gilda helming á móti vinnusemi og ástundun í tímum. Engar afkastamælingar munu fara fram sem yrðu metnar til einkunna en nemendum þó gefinn kostur á að taka mælingar ef þeir óska þess svo og aðstoðaðir við aðrar líkamsmælingar.