Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: ÞÝS/FRA 3A05


Lýsing á efni áfangans:

Áfanginn TUN3B050 samanstendur af þýsku og málsögu. Í þýsku eru þrír tímar á viku og þrír tímar í málsögu. Nemendur þurfa að standast báða hluta áfangans. Áhersla er lögð á virkni nemenda í tímum.

Lokamarkmið áfangans:

  • Að auka við kunnáttu nemandans í færniþáttunum lesskilningi, ritun og tjáningu, þannig að nemendur geti lesið og tjáð sig um texta á A2 (Færniþrep evrópsku tungumálamöppunnar).
  • Að veita innsýn í þróun tungumálsins
  • Að auka við þekkingu þeirra á þýskri menningu
  • Að nemandi verði hæfari og hafi sjálfstraust til að takast á við frekara tungumálanám

Námsframvinda og námsmat

  • Önninni er skipt í fjórar lotur
  • Í hverri lotu eru unnin verkefni sem tengjast viðfangsefnum hennar og gilda til lokaeinkunnar
  • Verkefni og próf á önninni gilda 90%
  • Vinnueinkunn 10% er gefin með tilliti til virkni og samvinnu í tímum, mætinga og skila.
  • Lokaeinkunn þýskuhlutans gildir 50% á móti málsöguhluta áfangans og verður að standast bæði málsögu- og þýskuhluta til að áfanga teljist lokið.