Reglur um skólasókn

Nemendum í Menntaskólanum á Akureyri ber ađ sćkja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.Mćting nemenda er skráđ í Innu og er ađgengileg

Reglur um skólasókn

Nemendum í Menntaskólanum á Akureyri ber ađ sćkja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.
Mćting nemenda er skráđ í Innu og er ađgengileg nemendum og forráđamönnum ólögráđa barna. Inna sýnir annars vegar raunmćtingu nemandans, ţađ er hvađa tíma hann hefur sótt og hins vegar mćtingu ţegar veikindi hafa veriđ dregin frá.

Skólasókn (raunmćting og mćting ađ teknu tilliti til veikinda) er birt á stúdentsskírteini nemenda.

Leyfi frá skóla

Gert er ráđ fyrir ađ nemendur sem ţurfa ađ sinna erindum utan skóla geri ţađ ekki á skólatíma.

Lögráđa nemendur og forráđamenn ólögráđa nemenda geta sótt um leyfi til skólameistara eđa ađstođarskólameistara ef hann ţarf ađ vera í burtu dag eđa lengur. Nemandi fćr skráđar fjarvistir ţá daga sem hann er í leyfi en međ skýringum.

Skilyrđi fyrir leyfisveitingu:

Nemandi mćti ađ öđru leyti vel í skólann

Nemandi geri sér grein fyrir skyldum sínum og ábyrgđ ef hann ţarf ađ vera fjarverandi, međal annars rćđi viđ kennara fyrirfram ef leyfiđ lendir á verklegum tímum og verkefnaskilum


Leyfi vegna íţrótta

Fjarvera afreksíţróttafólks á námstíma, vegna keppnis- og/eđa ćfingaferđa landsliđs í viđkomandi íţróttagrein, reiknast ekki inn í skólasókn ţeirra (afreksíţróttamađur telst sá sem valinn hefur veriđ í unglingalandsliđ eđa landsliđ viđkomandi íţróttagreinar eđa sá sem valinn hefur veriđ til ţátttöku og/eđa undirbúnings fyrir Norđurlandamót, Evrópumeistaramót, heimsmeistaramót eđa Ólympíuleika i sinni íţróttagrein). Ţađ sama gildir um nemendur sem eru í viđurkenndum ferđum á vegum skólans.
Nemendur sem fara í keppnisferđir á vegum íţróttafélaga innan ÍSÍ geta fengiđ skráđ leyfi fyrir sínum fjarvistum, ef ţjálfarar skila inn leyfisbeiđni. Ađeins er hćgt ađ taka tillit til ţeirra leyfa ef nemandinn mćtir vel ađ öđru leyti. Ţessar reglur gilda líka um nemendur sem eru í viđamiklu tónlistarnámi.

Veikindi

Ólögráđa nemendur:

Forráđamenn ólögráđa nemenda ţurfa ađ tilkynna veikindi nemenda fyrir kl. 10 á morgnana, helst međ ţví ađ skrá ţau í Innu en einnig má senda tölvupóst (ma@ma.is) eđa hringja í síma 455-1555 ef Inna er ekki ađgengileg.

Skólinn áskilur sér rétt til ađ krefjast ţess ađ vottorđi sé skilađ, t.d. ef fjarvistir nemenda vegna veikinda eru miklar.

Lögráđa nemendur:

Nemendur geta tilkynnt veikindi fyrir kl. 10 á morgnana međ ţví ađ senda tölvupóst (ma@ma.is) Skili nemendur vottorđi vegna veikinda innan viku eftir ađ ţeir koma í skólann aftur eru fjarvistir vegna veikindanna ekki skráđar. Foreldrar lögráđa nemenda geta einnig tilkynnt veikindi á sama hátt og um ólögráđa nemendur er ađ rćđa.

Veikindi í prófum

Ef ekki kemur annađ fram á kennsluáćtlunum ţarf nemandi sem er veikur ţegar verkefni eđa prófhluti til lokaprófs er á dagskrá ađ skila lćknisvottorđi fyrir ţann dag, eigi síđar en einni viku frá ţví ađ nemandinn kemur í skólann á ný. Alltaf ţarf ađ skila inn vottorđi vegna veikinda í próftíđ, hvort sem ađ nemendur eru ólögráđa eđa lögráđa.

Símat og vinnueinkunn

Ađ jafnađi gilda sömu reglur um skólasókn í símatsáföngum og öđrum áföngum, en kennurum er heimilt ađ setja strangari skólasóknarreglur enda skiptir ţátttaka og viđvera nemenda miklu í slíkum áföngum.

Sérstakar reglur gilda um vćgi skólasóknar í einkunn fyrir íţróttir.

Ábyrgđ nemenda

Nemendum ber sjálfum ađ fylgjast međ skólasókn sinni í Innu. Ef nemandi ţarf ađ vera mikiđ frá vegna íţrótta eđa leyfa ber hann ábyrgđ á ţví ađ fylgjast međ hvađ fram fer í kennslu á ţeim tíma. Ţađ sama á viđ um nemendur sem eru frá vegna skammvinnra veikinda. Nemendur sem glíma viđ samfelld eđa erfiđ veikindi hafa samband viđ námsráđgjafa.

Skráning fjarvista

Í upphafi hverrar kennslustundar hefur kennari nafnakall og fćrir fjarvistir. 

Ef nemandi er hjá námsráđgjafa á kennslutíma skráir námsráđgjafi mćtingu fyrir ţann tíma.

Kennara er heimilt ađ gefa nemenda fjarvist ađ gefnu tilefni, t.d. fyrir ađ spilla vinnufriđi eđa fyrir ađra slćma hegđun og ţátttökuleysi.

Nemendur sem eiga viđ sjúkdóma ađ stríđa eđa búa viđ ađstćđur sem geta haft áhrif á skólasókn ţeirra, leggja fram gögn um slíkt í upphafi annar, og/eđa ţegar slíkar ađstćđur koma upp, hjá námsráđgjafa eđa ađstođarskólameistara. Hćgt er ađ sćkja um ţađ ađ í slíkum tilvikum sé skólasóknar ekki getiđ á námsferli.

Eining fyrir skólasókn

Hćgt er ađ fá einingu fyrir skólasókn á hverri önn ef nemandinn hefur ađ lágmarki 95% skólasókn (raunmćting) yfir önnina.

Brot á reglum um skólasókn

Nemendur geta fylgst međ skólasókn sinni í Innu. Á fjögurra til sex vikna fresti er mćtingayfirlit tekiđ og nemendum undir lágmarksmćtingu send viđvörun eđa áminning. Ef mćting nemanda er komin undir 90% telst hann vera kominn undir lágmarksmćtingu.

Heimilt er ađ vísa nemanda tímabundiđ úr skóla, bćti hann ekki ráđ sitt.

Fari skólasóknin niđur fyrir 87% fćr nemandi áminningu skólameistara. Bćti hann ekki ráđ sitt og geti hann ekki gefiđ skýringar á fjarvistum sínum telst nemandinn hafa sagt sig úr skóla. Skal nemanda tilkynnt um slíkt bćđi munnlega og skriflega.

Nemandi sem segir sig úr skóla eftir 1. desember eđa 1. maí getur sótt um ţađ til stjórnenda skólans ađ fá ađ ţreyta próf gegn greiđslu próftökugjalds.

Nemandi sem er međ mćtingu undir 90% á haustönn án skýringa hefur fyrirgert rétti sínum til náms á vorönn nema stjórnendur geri viđ hann sérstakan verksamning.

Nemandi sem er međ mćtingu undir 90% á vorönn án skýringa ţarf ađ sćkja um skólavist ađ nýju, ćtli hann sér ađ halda áfram ađ stunda nám í Menntaskólanum á Akureyri. Ţá fer hann á biđlista og ekki er hćgt ađ tryggja honum skólavist.

Umsjón međ skólasókn

Ađstođarskólameistari hefur yfirumsjón međ skólasókn nemenda.
 Nemendur hafa ađgang ađ upplýsingum um skólasókn sína í nemendabókhaldskerfi skólans Inna.is. Kennarar skrá fjarvistir í síđasta lagi í lok hverrar kennsluviku.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar