Kátar stúlkur í Grjótagjá
Kátar stúlkur í Grjótagjá

Fyrsti bekkur náttúrulæsis (1. TUV) lagði í sína ferð til Mývatnssveitar í bítið í gærmorgun, 5. september.

Að venju gerðu nemendur víðreist um sveitina, skoðuðu fugla, jarðmyndanir af ýmsu tagi og gengu á Hverfjall. Veðrið var prýðilegt, sunnan þeyr, bjart og viðunandi hlýtt. Ferðin gekk í alla staði vel og nemendur og kennarar voru ánægðir með túrinn. 

Fleiri myndir má finna á Facebook síðu skólans hér.