Í gær fóru nemendur í menningarlæsi og náttúrulæsi í kynnis- og gönguferðir um bæinn með kennurum sínum. Saman fóru tveir  og tveir bekkir, annar úr MEN og hinn úr NÁT og var farið víða, meðal annars um Lystigarðinn, kirkjugarðinn, Innbæinn, um Glerártorg og Glerárgil, svo eitthvað sé nefnt. Á myndinni sem Fríða Kristín Jónsdóttir tók er einn hópurinn við virkjunina í Glerárgili.