Á mánudag fóru nemendur sem eru skráðir í jarðfræði í 3. bekk og Þórhildur Björnsdóttir kennari þeirra í ferð sem tengdist nýtingu jarðhita. Þórhildur segir svo frá:

Við lögðum af stað kl. 8:15 og byrjuðum á því að fara í heimsókn á Hveravelli í Reykjahverfi þar sem Páll Ólafsson garðyrkjubóndi sýndi okkur gróðurhúsin og útskýrði hvernig jarðhitinn er nýttur við ræktunina. Síðan fórum við og skoðuðum Víti í Kröflu og í framhaldinu fórum við í Kröflustöðina. Þar tóku á móti okkur jarðfræðingarnir Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke. Þau sýndu okkur rannsóknastofuna sína og leyfðu okkur að mæla leiðni og magn brennisteinsvetnis í frárennslislæk frá virkjuninni. Síðan fengum við að skoða virkjunina í framhaldinu og hvernig jarðhitinn er nýttur í rafmagnsframleiðslu.

Ferðin endaði síðan í jarðböðunum þar sem við nýttum okkur jarðhitann til að baða okkur.

Miklu fleiri myndir - smellið hér