Nokkrar breytingar verða nú í haust í starfsliði MA, fáeinir starfsmenn verða í leyfi og aðrir láta af störfum. Breytingarnar eru í stórum dráttum sem hér segir:

Námsráðgjafar á komandi skólaári verða Lena Rut Birgisdóttir og Heimir Haraldsson, hann hefur störf 1. september. Anna Harðardóttir, Herdís Zophoníasdóttir og Karen Júlía Sigurðardóttir sálfræðingur hafa látið af störfum.

Þýskukennararnir Harpa Sveinsdóttir og Rannveig Ármannsdóttir verða í ársleyfi frá störfum. Wolfgang Frosti Sahr bætist í hóp þýskukennara þennan veturinn.

Enskukennararnir Ghasoub Abed og Maija Kaarina Kalliokoski verða í leyfi í vetur. Iain Peter Matchett kemur á ný að skólanum og Marvin Lee Dupree og Vilhjálmur B. Bragason bætast í hóp enskukennara.

Sif Þráinsdóttir er hætt eftir eins vetrar afleysingu í íslensku og Stefán Þór Sæmundsson kemur til baka úr leyfi.

Þá hefur Valgerður S. Bjarnadóttir sagt lausu starfi sínu og snúið sér að doktorsnámi.