Hrár fiskur - lostæti
Hrár fiskur - lostæti

Í gær var verklegur dagur í náttúrulæsi í 1. bekk. Annars vegar kynntu nemendur sér eitt og annað um sjávarnytjar og hins vegar prófuðu þeir að flaka fisk.

Á meðan helmingur hópsins sat í fyrirlestri Sonju Sifjar Jóhannsdóttur um sjávarnytjar í víðum skilningi þess orðs var hinn helgmingurinn að kynna sér eitt og annað um líffræði sjávardýra, einkum fisk eins og hann sést þegar hann kemur úr sjó og hvað undir roðinu býr. Síðan var flakaður fiskur á hverju borði og sumir áræddu að borða hráan fisk með sojasósu. Eyrún Gígja Káradótir, Einar Sigtryggsson og Þorhildur Björnsdóttir héldu utan um þann þátt fiskidagsins.

Reyndar var fiskidagskráin stærri í áætlunum en atvikin höguðu því svo að hluta af henni varð að fresta.

Hér eru nokkrar myndir úr flökunarstofunni á Möðvuöllum.