Verðlaunahafar MA í þýskuþraut 2024 ásamt þýskukennurum
Verðlaunahafar MA í þýskuþraut 2024 ásamt þýskukennurum

Þýskuþraut framhaldsskólanna var haldin fyrr í vetur á tveimur þyngdarstigum og tóku nemendur víðs vegar af landinu þátt í henni. MA átti þrjá nemendur í efstu 15 sætunum á stigi 1 (fyrir nemendur sem hafa lokið 15 einingum eða minna).  Það voru þær Aðalheiður Ingvarsdóttir, Kolfinna Ósk Andradóttir og Laufey Petra Þorgeirsdóttir. Svo skemmtilega vill til að þær eru allar í 2T. 

Sl. laugardag var  „uppskeruhátíð“ Félags þýzkukennara í Reykjavík en þar sem þær komust ekki suður fengu þær verðlaunin afhent í skólanum í dag, bókaverðlaun frá Þýska sendiráðinu og smá glaðning frá skólanum. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Á myndinni eru verðlaunahafarnir ásamt þýskukennurunum, Hörpu Sveinsdóttur, Rannveigu Ármannsdóttur og Sigrúnu Aðalgeirsdóttur.